Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

7 ár með höfuðið í sandinum eða taka skellinn strax?

Ég héld að flestum sé að verða ljóst að aðeins tvær leiðir eru í núverandi kreppu:

1. Að samþykkja Icesave. Taka nýtt lánasukk fyrir framfærslunni frá AGS, Norðurlöndunum, bretum og hollendingum og rússum og setja hausinn í sand eins og strúturinn í heil sjö ár og vona að vandinn sé bara horfinn að þeim tíma liðnum. Kannski er smá von að ESB afskrifi þessi lán og hirði Ísland í heilu lagi upp í skuldirnar.

2. Viðurkenna núverandi stöðu sem er þjóðargjaldþrot. Hefja uppbyggingu með því að taka ekki lán og vinna okkur upp frá núlli. Þetta þýðir að útflutningstekjur verða aðeins notaðar í nauðþurftir innflutnings eins og heilsu- og olíuvörur. Matarframleiðsla innanlands verði efld og íslendingar læri að lifa án þess að fá allt að láni erlendis frá. Ekki þarf að draga dul á að þetta þýðir sjálfsþurftarbúskap að stórum hluta og því að eiga við fátæktina núna en ekki síðar.

Kostur 2 er mér ekki sérstaklega fráleitur vegna þess að hann krefst þess að þjóðin sýni af sér alvöru manndóm og hætti betli- og undirlægjuhætti gagnvart útlendingum. Þetta þýðir að við afskrifum eignir og skuldir erlendis og fáum yfir okkur tímabundna vandlætingu þess vegna, sem við vitum þó að gleymist fljótt. Hafa ber í huga að hin íslenska þjóð skuldar ekki Icesave og stofnaði ekki til þeirra skuldbindinga heldur örfáir fjárglæframenn með einkabanka. Við þurfum á því að halda að taka djarfa ákvörðun og lyfta um leið siðferði landans og ýta undir alvöru landsframleiðslu en ekki þá sem var pakkfull af erlendri lántöku að stærstum hluta.

Kostur 1 er fyrir þá sem alls ekki geta hugsað sér að slaka lífsgæðum sínum niður eitt augnablik, vilja bara taka stærri lán og eru þess vegna tilbúnir að fresta öllum öðrum eins langt og það kemst... helst til barnabarnanna!

Gaman væri að heyra hvað fólki finnst um þessa spurningu? 


mbl.is Þingfundur boðaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn á villigötum með þessa frétt - eða falskar heimildir

Mér sýnist að fréttaumfjöllun Moggans sé alltaf á niðurleið. Alls kyns bulli er skotið fram sem virðist þurfa að leiðrétta jafnóðum.

Kannski er blaðið að þessu viljandi til að skapa umræðu og athygli þótt neikvæð sé.

Það hefur löngum verið sagt að neikvæð athygli sé betri en engin!


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Icesave samþykkt í tómri vitleysu vegna þingmannaþreytu?

Sú kjaftasaga hefur gengið (sönn eða login) að Svavar Gestsson hafi keyrt Icesave samninginn í gegn vegna þess að "hann hafi ekki nennt að hafa þetta helvíti hangandi yfir sér lengur".

Önnur kjaftasaga segir að bresku samningamönnunum hafi líkað sérlega vel við "that jolly fellow mr. Gestsson". Það væri þá ekki skýringin að okkar menn hafi verið sérlega "liprir" í samningagerðinni vegna þreytu?

Nú virðist blasa við að þingmenn verði bara þreyttir eins og laxar til að láta þá gefast upp fyrir Icesave þrýstingi Jógríms og það hugnast manni ekki. 

Það er ófyrirgefanlegt að kasta til höndum í þessu máli vegna þess að nokkrir einstaklingar séu orðnir þreyttir. Sérlega þeir sem máttu vita löngu fyrirfram að mjög erfið verkefni biðu þeirra.


mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig datt okkur í hug að setja svona "seinþroska" mann á þing?

Ég hef ekki farið dult með að atkvæði mitt í síðustu kosningum hefði verið neikvætt. Það er að ég kaus gegn flokkunum sem voru ábyrgir fyrir stöðu mála en ekki með Borgarahreyfingunni, enda vissi ég fyrirfram að þarna væri ekki komið alvöru stjórnmálaflokkur heldur hreinræktað óánægjugengi með óljós stefnumál í nánast öllu því nema að bæta stjórnkerfið, eftirlitskerfið og siðferðið. En að öllu öðru leyti var engin vís stefna fyrir kosningarnar og allra síst aðild að ESB sem ég er eindregið á móti.

Þráinn Bertelsson er bara á þingi fyrir sig. Honum fannst hreint ekkert að því að þiggja aukreitis heiðurslaun listamanna í ofanálag.

Þeir sem kusu Borgarahreyfinguna sjá trúlega flestir eftir því núna því að það er ljóst að eina vitið er hjá Þór Saari sem haldið hefur uppi skynsamlegri umræðu.

Okkur mátti vera ljóst að Þráinn var að segja satt þegar hann sagðist vera "seinþroska". Það er það eina reynst hefur rétt með hann. Hvernig gátum við verið svona vitlaus að kjósa hann?


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru "hljóðlát skilyrði" fyrir láninu?

Á þessum síðustu og verstu tímum erum við flest orðin mjög hvumpinn þegar kemur að leitinni að sannleikanum.

Flestum er líka verða ljóst að risavaxnir fjármálagerningar eru sjaldnast gerðir vegna kærleika og góðmennsku ef frá er talinn lánveiting færeyinganna (sem við kunnum bestu þakkir fyrir).

Manni dettur þess vegna í hug hvort sett hafi verið "hljóðlát skilyrði" fyrir rússaláninu og snúi að rússnesku þvottavélinni sem byrjaði starfsemi hér með "sýndarfé" vegna sölu bjórverksmiðju?


mbl.is Enginn hafnaði láni Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farmiðakaup fyrir markmann tékkanna stórkostleg mistök?

Samkvæmt lýsingunni virðist sem tékkneska liðið hafið átt 11 skot á íslenska markið en það íslenska ekkert á það tékkneska.

Af þessu má ráða að tékkarnir hefðu getað sparað sér kostnað við einn farseðil fram og til baka.

Glórulaus sóun!


mbl.is Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt skítabragðið til að réttlæta útgjöld til varnamála

Ég efast ekkert lengur um það að það er samvinna um það að viðhalda heriðnaðinum í þessum heimi. Efnt til til gagnkvæmra ögrana til að fá útgjöld til varnarmála samþykkt og þannig er heldur þessi dæmalausa svikamylla áfram endalaust.

Ég skora á stjórnvöld að hætta útgjöldum til loftrýmisgæslu. Við höfum nóg annað við peningana að gera.


mbl.is Birnir yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf ærlegt uppgjör og nýja siðvæðingu heillar þjóðar

Virka daga sit ég og tek á móti fólki sem ekki hefur það sem best þessa daga. Sumt er í yngri kantinum jafnvel nýkomið úr áfengis- og/eða fíkniefnameðferð og er fjárhagsvandræðum. Í seinni tíð er það að slá mig harkalega að sumt af þessu fólki er með eftirsjá af því að hafa hagað sér heiðarlega og er að hóta mér að fara út á hreinræktaða glæpabraut sér til framfæris. Hvers vegna grípur vonleysið fólk með þessum hætti?

Er eitthvað af þessu möguleg orsök:

  • Fjármálaglæpamenn sem settu allt samfélagið á hausinn, ganga enn lausir og lifa flott.
  • Skilanefndarmenn geta rukkað 25.000 krónur á timann í mikilli samfelldri vinnu og ráða að auki vini sína sem aðstoðarmenn.
  • Stjórnmálamenn eru á stöðugum fundahöldum á vænum launum og skila engum árangri.
  • Bankarnir sem ríkið stal eru að hefja stórfelldar aðgerðir til eignaupptöku hjá fólki sem þeir sjálfir komu á kaldan klaka með stófelldri efnahagsfölsun.
  • Nú er hátt í ár frá hruninu og allir spilltu stjórnmálamennirnir og "einkavinir" þeirra stjórna í raun enn öllum málum og lifa feitt á meðan almenningur fer brátt að hefja hreinræktað svelti.
  • Stjórnendur réttlættu himinhá kjör sín vegna mikillar ábyrgðar. Sama fólk er alls ekki dregið til mikillar ábyrgðar vegna þeirrar eyðileggingar sem gerðir þess hafa valdið.
  • Allar aðgerðir þeirra sem stjórna miða að því að vernda stöðu sína og einnig að þjóna erlendum herraríkjum sem hika ekki við að setja okkur á áratuga skuldaklafa.

 Ég er eiginlega orðin hissa á þeim allsherjar dómgreindarbresti sem ríkir. Hér átti sér stað stórkostlegt hrun og það er einfalt í mínum huga að á móti þarf að koma stórkostleg uppbygging og ný hugsun.

Yfirlýsing um þjóðargjaldþrot, stöðvun alls lántökufyllerís, niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja og heilbrigð uppbygging er það sem þessi þjóð þarf. Þeir sem væla yfir því að geta ekki stækkað hús, bíla og önnur 2007-gæði ættu að geta fengið meðferð.

Það hrynur ekkert meira þó að staðreyndir stöðu okkar verði viðurkenndar að fullu og unnið út frá henni.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hestar og konur

Hann: Þú veist að hestar standa konum miklu framar á sumum sviðum.

Ég: Nei er það? Hvernig?

Hann: Hestar hafa fimmgang, konur bara tvo!

Ég: Hvernig færðu það út?

Hann: Konur hafa bara frekjugang og yfirgang!


Steingrímur ótrúverðugur og fullur þversagna

Ég er að hlusta á Steingrím J. í kastljósi og hann er hreint að gera mann æfann.

Honum er fyrirmunað að skilja að þjóðin vill ekki greiða lán sem hún tók ekki heldur fjármálasóðar bankanna og lætur eins og að vitleysa spilltrar ríkisstjórnar og ónýtra eftirlitsaðila vegna reksturs einkabanka eigi að vera á ríkisábyrgð okkar hinna.

Það kom berlega fram í Kastjósviðtalinu að hann hefur ekki hirt almennilega um það að láta breta og hollendinga höfða mál á hendur okkur skv. íslenskum dómstólum. Sú einskæra ræfilshugsun ræður hjá honum að þeir hafi hafnað því! (SO WHAT? SUE ME!)

Við læknum ekki lánafíkn með nýjum lánum. Einhvers staðar verðum við að hætta þessar lánaneyslu og alveg eins gott að hætta því skyndilega og ná þjóðinni saman í tímabundnar aðhaldsaðgerðir og nýtt lífsmat. Það er engin framtíð fólgin í því að ætla að skulda allt Icesave dæmið næstu 7 árin auk þess að skulda AGS, norðurlöndunum, færeyingum, rússum og pólverjum stórar fjárhæðir. Það er engin þjóðarframleiðsla hér í sjónmáli til að standa undir áframhaldandi lántökum.

Eins mikið og Steingrími lá að kenna öðrum um hefur hann sjálfur algerlega heykst á því að beita áhrifum sínum til að koma efnahagsglæpamönnum undir lás og slá og sýna með því að hann sé eitthvað annað og meira en kengbeygður þreyttur áskrifandi að vænum launum sem þingmaður og ráðherra.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband