Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Loksins kemur aðgerð af viti - Til hamingju!

Það er ekki mikið um það að maður sjái jákvæðar fréttir þessa dagana.

Það verður að teljast mjög jákvætt að leggja niður stofnun sem getur ekki annað en nærst á einhverju ofsóknaræði. Hverjum þurfa íslendingar að verjast?

Eins og sjá má á höfundarboxi mínu hér á vinstri hlið er þetta eitt þeirra mála sem ég hef haft áhuga á að fá breytt. Ég get því ekki annað en glaðst við þessa frétt.

Ég leyfi mér að óska Jóhönnu og Steingrími til hamingju með þetta framtak til sparnaðar í ríkisrekstri.

Vonandi er þetta bara byrjunin á því að ná utan um dekur- og dellumál á vegum ríkisins.


mbl.is Varnarmálastofnun lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykki þessa samnings er geðveila, geðleysi og landráð

Við lestur þessa samnings skríður að manni eitthvert mesta ógeð sem maður hefur upplifað.

Það er alveg morgunljóst að gersamlega óhæfir, skap- og getulausir aðilar hafa sest niður og skrifað undir þetta dómadags fullveldisafsal fyrir hönd íslenska ríkisins í þeim tilgangi að láta íslenskan almenning greiða að fullu glæpagjörning útvalinna útrásarvíkinga, spilltra og ónýtra stjórnmálamanna (lesist: Davíð og Halldór og fleiri) og enn ónýtari eftirlitsaðila á himin háum launum.

Það er líka augljóst að þessi samningur er landráðaleiðin sem á að nota til að þröngva okkur undir stjórn ESB með stríðshaukinn Tony Blair sem væntanlegan yfirforseta.

Verði þessi samningur samþykktur verður gripið til örþrifaráða, þetta mun íslenska þjóðin aldrei kaupa án ófriðar. Þetta ranglæti verður ekki látið ganga yfir þessa þjóð án friðlausrar mótspyrnu. Ef einhver vill lesa hótun úr þessum orðum, þá er það rétt skilið!

Ég mæli með því að þingheimur taki ekki þá áhættu að hér verði blóðug uppreisn!


mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að taka auðmennina til stífra yfirheyrslna

Ég skil ekki hvernig stendur á því auðmennirnir 30 séu ekki fyrir löngu komnir hið minnsta í stífar yfirheyrslur hjá yfirvöldum. Enron pakkið fór út í handjárnum um leið og þarlendum yfirvöldum datt í hug að þeir væru sekir um eitthvað.

Okkar glæpamenn fá marga mánuði til að hylja slóð sína, koma milljörðum undan og láta svo vanhæfa stjórnmálamenn um að senda okkur aumingjunum reikninginn fyrir öllu saman.

Hvenær springur þjóðin á þessu óréttlæti? Hvað eiga margir eftir að grafa hús sín og bíla í örvæntingu yfir því hróplega ranglæti sem gengur yfir stóran hluta þjóðarinnar?


mbl.is Allar eignir ríkisins lagðar að veði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjöllusauður í hlutverki forseta þingsins gerir sig að fífli!

Það þarf ekki að segja meira um það. Hún tafði þingstörfin meira með yfirgangi sínum heldur en Sigmundur Davíð og varð sér og starfi sínu til skammar.

Samfylkingin ætti að hafa vit á því að skipa einhvern annan þingmann í starf forseta með einhverja samskiptahæfileika heldur en svona bjöllusauð!


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða veruleika býr þetta fólk?

Áfram heldur firringin og vitleysan. Það eru varla til lýsingarorð til að lýsa þeim undirlægjuhætti og ræfilgangi sem á sér stað í sambandi við IceSave.

Það að láta sér detta í hug að hægt sé að samþykkja óséða samninga er ótrúlegt dómgreindarleysi. Því miður er það sama dómgreindarleysið og skóp neyðarlögin illræmdu sem eiga eftir að verða okkur fótakefli til margra ára.

Hafi ég verið óánægður með stjórn íhalds og frammara þá batnar það ekkert með samfó og VG. Það er ekkert hugsað í lausnum, bara undanhaldi og frestunum á vandamálunum.


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvorki hægt að reka né fangelsa spillingarliðið!

Það virðist alveg sama hvar borið er niður í því glæpasamfélagi auðmanna og stjórnmálamanna sem Ísland er í dag. Enda eru þessir menn oftar ekki þeir nákvæmlega sömu eða jafnvel mjög náin skyldmenni.

Hvort sem um er að ræða auðmennina eða spilltu stjórnmálamennina virðist ekki nokkur andskotans leið að koma lögum og rétti yfir þetta lið. Alls staðar er því logið upp í geðið á almenningi að lögin heimili ekki að þessir menn séu teknir til bæna.

Síðast er það bankaliðið sem falsaði upp gengi bréfa í bönkunum. Nú er ekki hægt að gera liðið ábyrgt fyrir fölsun á hlutabréfaverði og gerspilltum innherjaviðskiptum. Þetta svikapakk sammæltist um að ljúga sig frá persónulegu ábyrgðunum korteri fyrir hrun!

Það er stutt í brjálið í manni þegar maður horfir upp á þetta ógeð í stjórnkerfi landsins.


mbl.is Sjálfstæðismenn enn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uriah Heep - Stealin'

Kannski er þetta lag Uriah Heep að einhverju leyti táknrænt fyrir þá tíma sem við lifum núna.

Lagið Stealin' var gefið út 1973 og átti heima í flotta Sony Auto-Reverse kassettutækinu í gamla '59 Voffanum mínum sem þá var nýuppgerður og flottur. Ásamt öðru Heep-stöffi var þetta alveg spilað til blóðs!


Angi af þeim gunguhætti sem einkennir stjórnvöld

Baldur Guðlaugsson er besti vinur íhaldsins og hefur alla tíð verið nátengdur þeim öflum í stjórnkerfi landsins sem einkavinavæddu ríkisfyrirtækin og bankana og komu Íslandi með því á hausinn.

Vafasöm viðskipti hans með hlutabréf í Landsbankanum með innherjaupplýsingar eru næg ástæða til að láta hann fara

Þessi frágangur á stöðu manna í stjórnkerfinu sem á að vera búið að skipta út er dæmigerður fyrir þann allsherjar gunguhátt sem ríkir enn meðal þeirra sem þykjast vera að lagfæra eitthvað.


mbl.is Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eruð þið að grínast? Eru LANDRÁÐ orðin að keppnisgrein?

Alveg fær maður upp í kok af fólki sem vill koma Íslandi inn í Evrópusambandið sem yrði þar með útnáranýlenda vegna dösunar og uppgjafar í eigin málum. Það er svo sem skiljanlegt að fólk sé uppgefið því ennþá stjórnar hér liðið bankakerfinu sem setti efnahagslífið í rúst og ennþá er ekki búið að handtaka neinn af þeim ca. 30 sem stálu Íslandi.

Það vekur líka furðu mína að fólk skuli hafa í síðustu kosningum kosið fólk sem getur ekki beðið eftir því að færa vald sitt og fullveldi til Brussel. Með þessa minnimáttarkennd má þetta lið mín vegna flytja til Evrópu og láta okkur hin eftir að leysa málin.


mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar á Krossinum?

Mér dettur í hug að hin sóðalega pólitíska krossfesting bæjarstjórans sé ekki bara gott tilefni til að gefa honum nýtt og viðeigandi viðurnefni.

Kópavogsbúar geta þá stoltir hampað sínum helstu stjörnum: Gunnar í Krossinum, Gunnar á Krossinum, og Geira putta.


mbl.is Gunnar segir lög ekki brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband