Í hvaða veruleika býr þetta fólk?

Áfram heldur firringin og vitleysan. Það eru varla til lýsingarorð til að lýsa þeim undirlægjuhætti og ræfilgangi sem á sér stað í sambandi við IceSave.

Það að láta sér detta í hug að hægt sé að samþykkja óséða samninga er ótrúlegt dómgreindarleysi. Því miður er það sama dómgreindarleysið og skóp neyðarlögin illræmdu sem eiga eftir að verða okkur fótakefli til margra ára.

Hafi ég verið óánægður með stjórn íhalds og frammara þá batnar það ekkert með samfó og VG. Það er ekkert hugsað í lausnum, bara undanhaldi og frestunum á vandamálunum.


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave-samningurinn: Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

Icesave-samningurinn við Breta er einhliða nauðasamningur, fullur af gildrum breskra lögspekinga, faldar í óvenjuerfiðu ensku lagamáli. Ísland afsalaði sér þjóðréttarlegri stöðu sinni með samningum.

Þessu heldur Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, fram og vitnar í heimildarmenn sína í íslenska kerfinu.  Orðrétt segir Ívar:

„Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi. Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili. Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða. Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra.“

Ívar segir að vegna þessa fái Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði ef greiðslubrestur verði á samningnum. Þannig gætu Bretar í raun gengið að ýmsum eignum fjármálaráðuneytisins sjálfs.

„Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann. Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð.“


Ívar segir samninginn bera augljós merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins...

„...nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum."

(ég fann þetta á forsíðu Pressan.is áðan)

anna (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband