Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Fékk starfið og tapar því aftur af sömu ástæðum: Pólitík

Það hefur ekkert með það að gera hvort Tinna hafi gegnt þessu starfi vel eða illa. Hún fékk það vegna pólitískra tengsla og tapar því af nákvæmlega sömu ástæðum.

Ég skal fyrstur játa hissu mína ef þetta fer ekki svona.


mbl.is Tinna sækir um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf aðgerðir núna - ESB umræður gera ekkert nema að tefja

Fólk er að verða bálreitt vegna aðgerðarleysis og gaufs við stjórnarmyndun sem tefst vegna þrefs um ESB málið.

Bankarnir geta núna eftir kosningar farið að handvelja út þá sem þeir setja á hausinn og hverja ekki.

Það ber ekki á því að skilningur sé á því að leiðrétta verði skuldastöðu heimila og fyrirtækja í samræmi við almennt hrun uppskrúfaðra verðmæta.´

Búsáhaldabyltingin er barnaleikur í samanburði við það sem er brátt í uppsiglingu ef sama aðgerðarleysi stjórnvalda heldur áfram.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar nýja stjórnin að byrja í algeru hugleysi?

Mikið rosalega hlýtur að vera gaman að vera hugsjónastjórnmálamaður í VG eða Samfylkingunni þegar svona ákvarðanir eru teknar.

Kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar er pikkfast þrátt fyrir að 90% þjóðarinnar viðurkenni að það sé ranglátt og sértækt í hagsmunagæslu hinna fáu. Sameign þjóðarinnar er ennþá föst í gíslingu kvótagreifanna sem hafa misnotað þetta áratugum saman.

Stjórnin sem nú er í burðarliðnum ætlar að starfa í verstu tegund af blöndu málamiðlanna, hugleysi og það sem er verst: aðgerðarleysi. Ástæðan er sú að engin samstaða næst um að taka STÓRAR ákvarðanir vegna STÓRKOSTLEGS hruns heldur er alltaf valinn minnsti samnefnarinn sem hinir huglausustu þora að samþykkja og þess vegna mun þessi stjórn ekki verða hvorki fugl né fiskur.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lausn hjá Steingrími - Til hvers varstu kosinn?

Það er auðheyrt að Steingrímur hefur ekki skilning á því hvernig leysa á vanda heimila og fyrirtækja. Hann fær ómögulega skilið að færa verði niður skuldir og og ábyrgðir niður í samræmi við annað verðfall í heiminum.

Það hljómar djúpt á jafnaðarmennsku hans að vilja ekki leiðrétta skuldir hlutfallslega vegna þess að þá er greinilega ekki hægt að hefna sína á óráðsíupésunum sem tóku of mikil lán og voru of gráðugir. Steingrimur má samt alveg skilja að allir skuldarar voru við sama borðið og teknir hlutfallslega jafnt í görnina af vanhæfri peningastefnu og sukki. Það skiptir hér engu hvort sumir skuldarar eigi skilið að fá leiðréttingu eða ekki, hér þarf réttláta meðferð fyrir alla.

Það er rétt að sumum verður ekki bjargað en þeir eiga samt sama réttinn á leiðréttingu. Því fyrr sem Steingrímur og Jóhanna skilja þetta einfalda mál því fyrr geta þau snúið sér að því að leysa málin í stað þess að dansa utan um þau þrefandi um ESB aðild eða ekki sem bjargar engum þessa stundina og er bara dómadags tímasóun.

Komið ykkur að alvöru verki!


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði Jóhanna að gera eitthvað "á sínum tíma" eða ekki?

Það er ekkert í gangi af viti hjá stjórnarflokkunum. Á meðan Róm brennur er spilað á fiðlu. Fiðlan heitir "ESB".

Þetta er það sama og að þrefa um siglingaljósin á skipinu á sama tíma og það sekkur í stað þess að ausa.

Spurningin er því þessi: Var það endalegt markmið hjá Jóhönnu að verða forsætisráðherra eða að verða forsætisráðherra sem kæmi einhverju vitlegu í verk?


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband