23.9.2009 | 07:37
Er svona þvættingur boðlegur?
Útgjöld til sendiráða er sama tímaskekkjan og útgjöld til þjóðkirkjunnar. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera hróflað við þessu bulli í rekstri íslensks samfélags.
Hversu kyrfilega þarf þessi þjóð að fara á rassgatið áður en gripið er til einhverra vitlegra aðgerða í útgjöldum samfélagsins.
Þeir sem trúa á Guð, Jesús og Biblíuna geta gert það í fullkomnum friði án þess að það þurfi að naga það úr minnkandi sjóðum samfélagsins. Prestar, sem eru á tvisvar sinnum hærri launum en t.d. lögreglumenn, gera ekkert nema að fá borgað fyrir það aukalega. Þú færð ekki giftingu, fermingu, jarðarför eða skírn inn í laununum þeirra. Slík viðvik eru rukkuð sérstaklega.
Sendiráð hafa ekki lengur sama gildi og áður vegna betri samskiptatækni. Íslendingum væri í lófa lagið að selja öll sendiráð erlendis og kalla allt starfslið heim. Það væri meira en nægilegt að leigja pláss hjá sendiráðum hinna norðurlandanna fyrir einn starfsmann í mesta lagi.
Urður Gunnarsdóttir má alveg vita það að réttlætingin sem hún býður upp á skv. þessari frétt er argasta bull!
Sendiráð upp á 1,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
það þarf að stoppa svona vitleysu - örríkið Ísland ræður ekki við svona nema þá á enn frekari kostnað grunnþarfa okkar sjálfra hér heima - tel að ekki sé svigrúm til frekari niðurskurðar þar
Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 08:38
í viðtalinu segur Urður
Engu að síður þarf utanríkisráðuneytið, í ljósi efnahagsástandsins, að skera rekstrarútgjöld verulega niður og hagræða eins og kostur er,“ segir Urður en m.a. hefur sendiskrifstofum verið fækkað.
Ég hélt reyndar að það bæri þeim altaf að gera - er þá búið að vera eintómt bruðl í gangi hjá þeim ? Er ekki rétt að skoða málið?
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:04
Mér persónulega finnst þetta mikill kostnaður en eitt sem margir hugsa ekki útí eða er bara alveg sama er það að margir íslenskir ríkisborgarar búa erlendis og þurfa í mörgum tilfellum að hafa aðgang að sendiráðum.
Mér finnst að það megi minnka umsvifinn í kringum sendiráðinn en að leggja þau niður er fásinna og eiginhagsmuna semi þeirra sem ekki búa erlendis og ekkert annað.
Oftast heyrist líka hæst í þeim sem aldrei hafa búið erlendis og vita ekki neitt um það hvernig það er nema af sögusögnum sem alltof oft eru ekki réttar. T.d. gott dæmi um mikla fáfræði að halda að það sé 50% skattur í Noregi. . Fólk segir þetta við mig mjög oft og telur sig vita betur um þau mál en ég veit og hef ég borgað tekjuskatt í Noregi í 3 og hálft ár.
Ég hef búið erlendis síðan 2005 og hef borgað mína skatta á Ísland frá árinu 1988-. Á eignir á Íslandi sem ég borga skatt af og því er það minn réttur sem skattborgari að hafa aðgang að sendiráði/um erlendis þarfnist ég þeirra. Þetta eru hreint og beint almenn mannréttindi okkar sem erlendis búum.
Hvort sem við erum við vinnu eða nám.
En eins og ég sagði þá má samt örugglega minnka kostnaðinn, er alveg viss um það.
Júlíus (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:12
Ég held að engin sé beint að tala um að leggja sendiráðin niður. en það mætti örugglega samnýta húsnæði með öðrum norðurlandaþjóðum. Snobbi og bruðlið er ekki það sem við þurfum á að halda í dag eins og þetta sendiráð í Japan og annað víst í Berlín. Þar má mikið spara í kostnaði. Svo má líka benda á að hér voru um 16 sendiráðsmenn á fullum launum, á Íslandi. Sennilega einhverjir sem tjöldu sig eiga bitlinga og bita frá stjórnvöldum. Veit ekki hvort þetta viðgengst enn, væri gaman að vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 09:16
Ef að Ísland á einhverntimann að grafa sig uppúr þessu ástandi, þá þarf að efla utanríkisþjónustuna til muna. Allar aðrar þjóðir v-evrópu, sama hversu litlar þær eru, eru með öfluga utanríkisþjónustu til að standa vörð um hagsmuni þeirra á erlendri grundu.
Ég segi, að vegna þess hve utn-þjónustan er full af gömlum útbrunnum pólitíkusum og veik vegna endalausra fjárskurða og sparnaðar, var hún ekki til þess fallinn að vernda hagsmuni Íslands í tengslum við IceSave ...
Svo að endilega! Leggjum þetta bara niður... En ég er sammála þér með kirkjuna! Þar mætti sækja sex milljarða ...
Heimir Hannesson, 23.9.2009 kl. 10:30
Sendiráðin eru frá þeim tíma þegar samskiptatækni var ekki sú sama og nú. Það næst í alla í síma sem og að fjarfundabúnaður leyfir fólki orðið að funda augliti til auglitis. Þess vegna kalla ég þessa sendiráðavitleysu tímaskekkju.
Það er nóg að leigja pláss fyrir einn sendifulltrúa hjá hinum norðurlöndunum. Allt annað er bara íhaldssamur þvættingur. Ef fólk getur ekki fótað sig í útlöndum án stuðnings í milljarða útgjalda í sendiráðsstarfsemi á það bara ekkert með að þvælast út fyrir landsteinana. Það er nóg annað við fjármuni að gera.
Haukur Nikulásson, 23.9.2009 kl. 11:22
Ég persónulega get fótað mig ágætlega takk fyrir en þó tæknin sé önnur þá er skömm að því hvernig er að nálgast upplýsingar í gegnum síma og tölvupóst.
Mikið af fólki sem þekkir okkur hjónin spyr ýmissa spurninga sem fólk fær ekki svar við í gegnum síma og tölvupóst.
Fólk á ekki að missa réttindi þó það flytji af landinu og er það hrein fásinna og mikið skylningsleysi af hálfu þeirra sem ekki hafa búið erlendis.
Fólk sem hefur ekki búið erlendis á í raun ekki að tjá sig mikið um þessi mál enda veit sáralítið um þau þó það haldi sig oft vita helling, það er mikill misskilningur. Eina sem það fólk gerir er að horfa í þá peninga sem það vill halda í landinu og þ.a.l. hugsa um eigin hag.
Það er nú þegar nógu erfitt að nálgast upplýsingar ytra að fólk fari ekki að gera það enn verra.
Flest þetta blessaða fólk sem vinnur hjá ríkinu er svo grútloppið tölvulega séð að það kann varla að opna tölvupóstinn sinn.
Eins og ég hef sagt þá hlýtur að mega að draga úr kostnaði en lágmark að íslenskir ríkisborgarar erlendis njóti síns réttar eins og réttur hvers og eins er, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar.
Ef þessi embætti yrðu lögð niður þá getur íslenska ríkið allt eins svipt okkur ríkisborgararétti þegar Íslendingar flytja erlendis.
Júlíus (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:11
Ég bý í útlöndum og fyrir mér eru sendiráð fremur gagnslausar stofnanir. Ef ég þarf einhverja fyrirgreiðslu frá Íslandi þá fer ég beina leið með síma eða tölvupósti, sendiráð er bara óþarfur milliliður. Hafi fólk ekki tekið eftir því þá hefur orðið bylting í samskiptamálum síðustu áratugina.
Einar Steinsson, 23.9.2009 kl. 12:14
Ekki hægt annað en að vera sammála. Óráðssía og bruðl. Ætti að vera nóg fyrir íslendinga að fá eitt skrifborð í sendiráðum norðurlandanna.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2009 kl. 15:26