Still going strong!

Við félagarnir nutum þess heiðurs að spila á eftir þessum höfðingja í afmælisveislu fyrir nokkrum vikum. Nafntogaðra upphitunarnúmer fæst ekki á Íslandi.

Hálft í hvoru átti ég von á að aldurinn væri farinn að segja til sín hjá honum í söngnum. En það var sko öðru nær. Einn á píanóinu stóð hann sig afburða vel, hélt tóninum óaðfinnanlega og fór með sitt prógram þannig að allir hrifust með. Þetta var svo sannarlega maðurinn sem kunni til verka, fékk fólkið með sér og átti salinn. Það fylgdi því viss beygur að þurfa síðan að spila á eftir honum.

Indjánahöfðinginn "Hangandi hönd" hefur fylgt manni frá því maður byrjaði fyrst að hlusta á tónlist í sunnudagsþáttum Svavars Gests upp úr 1960 og var þar samtíða Ómari Ragnarssyni sem var þar líka með sínar óborganlegu gamanvísur. Þeir voru stjörnurnar þá... og eru enn!

Bestu óskir með daginn!

 


mbl.is Raggi Bjarna með veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband