Enn einn sendiboðinn tekinn úr snörunni - Gott!

Svei mér þá ef Skúli Eggert hafi ekki bara vaxið í áliti hjá mér sem var svo sem ágætt fyrir. Það eru ekki margir opinberir embættismenn sem kunna að biðja fólk afsökunar. Öll eigum við rétt á gera mistök og þess vegna er mjög gott að geta beðist afsökunar.

Ég gleðst líka fyrir hönd Jóns Jósefs að þurfa ekki að hanga í snörunni með þetta mál. Hann er að vinna þarft verk því vöndlarnir sem auðmennirnir eru búnir að vinda upp eru mjög flóknir að rekja til baka.

Vonandi fara menn að taka upp handjárnin fyrir þá sem raunverulega eiga þau skilið og ekki mikið seinna en strax. Ég hef þó enga trú á því að það verði gert í tíð þessarar ríkisstjórnar. Vinsamlegast afsannið mig í því efni sem fyrst! 


mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast að þeir sem eru með handjárnin í vasanum, eigi að vera með þau á höndunum.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:02

2 identicon

Já þetta er hið besta mál og vonandi bara hluti af því ferli að tekið verði á þeim sem ábyrgð bera á þeim ósköpum sem hér gengu á. Sú ríkisstjórn sem nú situr er okkar eina von í því. Komist hrunaflokkarnir að stjórn landsins á ný getum við endanlega gleymt því að málin verði upplýst.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæt niðurstaða í þessu máli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.9.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já vissulega er það gott mál að skattstjórinn baðst afsökunar.  En spáið í hvort hann hefði gert það ef hann hefði ekki fundið það, að svona þöggun er ekki liðin af fólkinu í landinu.  Ennþá einusinni er vörðuð braut fyrir okkur um að standa saman um að láta óánægju okkar í ljós.  Því eins og einn ágætur maður sagði hér á blogginu, hvað sem segja má um núverandi stjórnvöld, þá hafa þau það samt sem áður framyfir fyrrverandi að þau hlusta á almenning.  Það er gott að vita að ef við höfum nógu hátt, þá heyra stjórnvöld og kippa í spotta, því mér dettur ekki í hug annað en hér hafi verið kippt í spotta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 09:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband