Leggið niður sendiráð og kaupið þjónustuna!

Það er alveg orðið tímabært að henda út rugli í opinberri þjónustu. Samskiptatækni og fjarfundabúnaður gera kleift að sinna þessum málum með þeim hætti að það er hrein sóun að eiga fasteignir í útlöndum og borga öllu þessu misvirka vinnuafli í jafn miklum mæli og nú er.

Sendiráð í útlöndum eru verkefnalaus dögum saman. Íslendingar eru nú þegar innan við 10% af flugfarþegum íslensku flugfélagann nú um stundir og það ýtir ekki undir að ríkið haldi úti starfsemi sem ekkert gagn er í.

Það væri t.d. nóg að semja um einn eða engan sendifulltrúa í sendiráðum hinna norðurlandanna og láta það duga. Til allt of langs tíma hefur ríkið leyft sér þessa biluðu starfsemi vegna þess að það hefur þurft að koma aflóga stjórnmálamönnum einhvers staðar fyrir í góðri geymslu, helst þar sem enginn verður var við þá og þeir eru til friðs í veisluiðkun.


mbl.is Uppstokkun í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála, félagsmálaráðherra sagði á Útvarpi sögu að það tæki því ekki að spara þarna því þetta væri hlutfallslega svo lítið.

Þá skil ég ekki hvers vegna verið er að spara í lögreglunni, Grensásdeildinni og fleiri stöðum þar sem sparnaðurinn sæist hreynlega ekki í samanburði við kostnað utanríkisþjónustunnar.

Nýr mjólkursamningur við bændur hljóðaði upp á 10 milljarða ef ég man rétt, þeir eru rúmlega 1000 og fá þá hver um sig rúmlega milljón á mánuði. En þeir þurfa hins vegar ekki að greiða skatt nema af reiknuðu endurgjaldi sem er lægra en atvinnuleysisbætur og auk þess borgum við viðbótarframlag þeirra í lífeyrissjóð. Þeir hafa svo tekjur af ýmsu öðru m.a. kjötframleiðslu. Við greiðum svo fyrir alla yfirbygginguna, sérstakt ráðuneyti o.s.frv.

Þarna má spara, en ég hef ekki séð nein sparnaðaráform í landbúnaðarráðuneytinu.

Eins má afla töluverðs fjár með því að stjórnvöld hætti að brjóta mannréttindi og vinni fyrir alla þjóðina í stað örhópa í sjávarútvegsmálum. Þar á að selja veiðileyfi hæstbjóðanda - en ríkisvaldið rígheldur í gjörspillt kerfi og halda uppi fáránlegum hræðsluáróðri um að útgerð leggist af, engin leið að skilja þetta.....

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Sigurjón

Það er mikill misskilningur ef þú heldur að hver bóndi fái milljón á mánuði frá ríkinu vegna búvörusamninga.  Sýnir að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala JJB.  Það mætti halda að þú haldir að bændur almennt hafi það bara drullugott og eigi bara ekkert að vera að kvarta yfir sínum kjörum...

Sigurjón, 13.9.2009 kl. 04:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband