7.9.2009 | 08:27
Gunnar: Hafðu manndóm til að draga kærur á blaðamenn til baka
Ef Gunnar Andersen ætlar að gera sig gildandi í starfi má hann alveg byrja á því að draga kæru Fjármálaeftirlitsins á hendur blaðamönnum til baka og biðja þá afsökunar.
Eitthvað í þá veru myndi segja manni að hann hefði áhuga á því að vinna að alvöru málum en ekki því að leggja fram kærur á sendiboðana í forgang sem allra fyrsta málið hjá sérstökum saksóknara.
Hvað ætlar hið opinbera að bæta mörgum vitleysum ofan á það sem búið er að gera nú þegar?
Mörg dæmi um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Óréttlætið í samfélaginu sker mann inn að beini. Það þarf að fara að taka til hjá ráðamönnum. Og þar þarf að rista upp kýli og hreinsa út.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 08:39
Af hverju á að draga kæru á blaðamönnum til baka. Ef menn hafa brotið lög á jafnt yfir alla ganga engin undantekning. Blaðamenn eru ekkert öðruvísi en aðrir þegnar í þjóðfélaginu um þá gilda sömu lög. Séu þeir saklausir verða þeir sýknaðir. Það virðist vera að ákveðnir blaðamenn telji sig yfir lög hafnir. Dæmi: Ríkistjórn íslands fundar reglulega á þriðjudögum og föstudögum alltaf á sama tíma. Þegar ríkistjórnarfundir eru er gangstéttin fyrir framan stjórnaráðið þakin bílum blaða og fréttamanna jafnvel ganga sumir svo langt að leggja fyrir gangbrautina þar sem hinn óbreytti borgari freista þess að komast yfir Lækjagötuna. Rétt er að benda á að það eru fín bílastæði í 2. Mín göngufæri frá stjórnarráðinu. Lögreglan lætur blaða og fréttamennina í friði væntanlega vegna þess að engin vill styggja blaðamenn og fá á sig neikvæðar fréttir. Þetta dæmi m.a. sýnir að blaða og fréttamenn eru valdamiklir og einhver þarf að veita þeim aðhald.
thor (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 08:50
Eru blaðamenn undanþegnir lögum? Eða á FME að fylgja sumum lögum og öðrum ekki? Hvaða "sumum" lögum á hann þá að fylgja?
Selective réttlæti er stórhættulegt. Það hefur sagan kennt okkur. Ef "blaðamenn" brutu lög, þá á að láta þá finna fyrir því alveg eins og það fólk sem nú er að bíða eftir kæru frá saksóknara. Þetta er ekki flóknara en svo.
Maður hefur svosum ákveðna samúð með blaðamönnum í þessu. En það breytir ekki því að þeir eru undir landslög settir eins og allir aðrir þegnar landsins. Þeir eru ekki heilagar kýr sem ekki má snerta.
Það eru til önnur tilvik þar sem fólk brýtur lög fyrir góðan málstað. Segjum sem svo að ég væri í glasi í bústað með einum öðrum einstaklingi. Sá einstaklingur verður fyrir áfalli sem krefst þess að ég komi honum til læknis eins og fljótt og auðið er. Ég keyri hann þá fullur á spítala og bjarga þannig lífi einstaklingsins. Á ég þá að fá undanþágu frá því að missa ökuleyfið vegna ölvunaraksturs? Nei, þannig virkar það ekki. Ætli maður myndi ekki vera sáttur við að bjarga lífi á kosnað ökuréttinda og sektar.
Þessir blaðamenn geta kannski verið sáttir við að upplýsa þjóð sína um ósómann en fá sekt fyrir vikið (efast um að þau fari í steininn).
Sigurjón Sveinsson, 7.9.2009 kl. 08:56
sammála thor hér - lög eru lög
Jón Snæbjörnsson, 7.9.2009 kl. 08:57
Thor og Sigurjón, það eru takmörk fyrir vitleysunni þó að það sé í lögum. Að ganga skakkt yfir götu er lögbrot líka. Reynið ekki svona smjörklípu!
Haukur Nikulásson, 7.9.2009 kl. 08:59
Það má benda sumum ykkar á þá einföldu staðreynd að ríkið stal með því að setja lög. Þeir stálu bankakerfinu í heilu lagi "með lögum". Sum lög eru ólög.
Haukur Nikulásson, 7.9.2009 kl. 09:03
Við skulum hafa í huga að þeir seku í hruninu munu gera allt til að klekkja á þeim sem gefa upplýsingar. Það er þekkt fyrirbrigði. Í ástandi eins og nú ríkir er mjög mikilvægt að skilja aðalatriðin frá aukaatriðunum... að forgangsraða í rannsóknarstörfum... og að mínu mati er miklu mikilvægara að rannsaka þá sem hugsanlega hafa komið fjármunum þjóðarinnar í skattaskjól heldur en að rannsaka hver segir hvað við hvern.
Anna Einarsdóttir, 7.9.2009 kl. 09:03
„Það eru til önnur tilvik þar sem fólk brýtur lög fyrir góðan málstað. Segjum sem svo að ég væri í glasi í bústað með einum öðrum einstaklingi. Sá einstaklingur verður fyrir áfalli sem krefst þess að ég komi honum til læknis eins og fljótt og auðið er. Ég keyri hann þá fullur á spítala og bjarga þannig lífi einstaklingsins. Á ég þá að fá undanþágu frá því að missa ökuleyfið vegna ölvunaraksturs? Nei, þannig virkar það ekki. Ætli maður myndi ekki vera sáttur við að bjarga lífi á kosnað ökuréttinda og sektar.“
Reyndar skjátlast Sigurjóni hér. Það er refsilaust að aka undir áhrifum til að bjarga lífi einstaklings. En það er tekið fram í umferðarlögum og allmargir dómar til sem staðfesta þá framkvæmd sbr. 102. gr. „[Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 45. gr. eða 45. gr. a eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og skal hann þá sviptur ökurétti. Ef sérstakar málsbætur eru og ökumaður hefur ekki áður gerst sekur um sams konar brot eða annað verulegt brot gegn skyldum sínum sem ökumaður má sleppa sviptingu ökuréttar vegna brota á ákvæðum 1. mgr. 45. gr., sbr. 2. mgr. þeirrar greinar, eða 45. gr. a.“, en 45. gr fjallar um áfengis eða fíkniefnaneyslu ökumanna.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:11
Í mörgum löndum, t.d. Svíþjóð, er skv. lögum ekki heimilt að rannsaka leka eins og þennan sem Kristinn Hrafnson setti skjólu sína undir. Svipað ætti að gilda hér. En eftir að hafa hlustað á Gunnar í morgunútvarpinu í morgun datt mér annar póll í hug: Lög eru lög, og skv. þeim ber fjármálaeftirlitinu að senda málið til saksóknara. Hugsanlega sækja þeir þetta svo hart vegna þess að engin fordæmi eru fyrir svona máli hér á landi, og ef t.d. héraðsdómur og/eða hæstiréttur dæmir sem svo að almannahagsmunir ráði meiru í svona tilfelli væri þá búið að setja fordæmi. Og ef hæstiréttur dæmir blaðamennina seka eykst pressan á yfirvöld um að breyta lögum í réttlætisátt.
Og við aðra sem hafa tjáð sig hérna fyrir ofan vil ég segja: Réttlætið er lögunum æðra. Og að bera þetta mál saman við umferðarlagabrot er út í hött.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:26
Er ekki í það minsta eðlilegt að ransóknin á blaðamönnunum og brotum á bankaleynd fari afturfyrir brot útrásarvíkinganna í forgangsröðinni??
Vinna þetta í réttri tímaröð og svona..
Líka svo mál fyrnist ekki.
Sigurður Ingi Kjartansson, 7.9.2009 kl. 10:22
Athyglisverð umræða! Annars hefur mér alltaf fundist að þegar einhver einstaklingur fer að ákveða hvaða lögum á að framfylgja og hvaða lögum ekki, þá séum við ekki lengur í réttarríki. Mér finnst sjálfsagt mál að vísa öllum málum sína réttu leið, hvort sem um er að ræða umferðarlagabrot, leka eða fjármálamisferli. Ef það kemur í ljós að einhver einstök lög eru ekki í eðli sínu réttlát, eða hindra málfrelsi eða eitthvað í þeim dúr, þá þarf að breyta þeim. Og það þarf að gerast eftir réttu ferli líka. Erum við ekki búin að brenna okkur nóg á því að upphefja ákveðna einstaklinga yfir lög og reglur?
Ágústa (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:30
Þorvaldur: takk fyrir leiðréttinguna.
Guðmundur: Samaburður minn var til að sýna að þó svo að tilgangur lögbrots sé einlægur getur refsing samt sem áður fylgt. Þú kannski kannt ekki að taka við svona dæmum, en ég var alls ekki að bera saman þessi "brot" saman að jöfnu. Svona orðhengilsháttur og absolute skilgreining í samanburði veldur því í rauninni að það verður aldrei nokkur vegur að bera saman hluti til að sýna fram á tilgátu, ef 100% sambærileiki er forsenda samanburðar. Að eyðileggja rökræður með svona aðferð er mjög vinsæl í pólitískri umræðu til að drepa umræðu á dreif, þegar rökin eru farin að verða óþægileg.
Guðmundur segir "Réttlætið er lögunum æðra". Jahá. Þú segir nokkuð. Réttlæti hvers þá? Þitt? Mitt? Annarra? Okkar? "Réttlæti" er huglægt mat hvers og eins. Mundu það. Það sem þér þykir réttlátt þykir næsta manni ekki. Ég er ekki viss um t.d., að meintur aðallinn í Frakklandi hafi verið fylgjandi því að vera leiddur, allur sem einn, undir fallöxina, þótt það réttlátt, bara af því að almenningi þótti það réttlátt.
T.d. kom birtingin á wikileaks illa við kaunin á aðilum sem höfðu akkúrat ekkert með hrunið að gera. En "réttlætið" var haft að leiðarljósi þegar hjörðin var skotin, af því að í miðjunni voru einhverjir útrásavíkingar.
Reiði runnin undan rifjum réttlætis er heldur ekkert alltaf skynsöm. T.d. var stofnaður Facebook hópur um að hætta í viðskiptum við Kaupþing. Kaupþing er enn í eigu ríkisins. Ef fólk tekur sparnað sinn út úr banka í massavís heitir það "run" á banka. Slíkt setur banka á hausinn, og getur verið nokkuð fljótt að gerast, og væri jafnvel fljótara að gerast í núverandi árferði. En nú er spurt: Er það skynsamt? Er það sniðugt að setja banka á hausinni í réttlætisreiðiskasti? Því hver er afleiðingin? Jú, hundruða milljarða tjón fyrir RÍKIÐ sem og enn minna traust á Íslandi og Íslendingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Og það sem meira er, það væri klúður sem myndi skrifast á þjóðina, ekki útrásavíkinga.
Við erum með lög í landinu. Þeim bera að fylgja. Og hið opinbera á ekki að handvelja hverjir mega brjóta lög og hverjir ekki. Það er allavega mín skoðun.
Sigurjón Sveinsson, 7.9.2009 kl. 11:32
bara einn samvisku spurng til þeirra sem eru að bera löginn fyrir sig tekk það fram ég er með því að menn fari að lögum en finst þetta ekki réttur forgangur svona eins og að birja á raungum enda
em (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:55
Kæri Sigurjón. Varðandi samanburðinn við umferðarlagabrot veit ég ekki alveg hverju ég á að svara þér, þar sem það varst ekki þú sem gerðir þann samanburð, heldur sá sem kallar sig "thor" (nema þið séuð einn og sami maðurinn).
Annars finnst mér undarleg rökvilla birtast í svarinu frá þér. Að þínu mati er réttlæti afstætt (ég skil þig í það minnsta ekki öðruvísi). Þar er ég alls ósammála þér, ég held að að við eigum ekki í miklum vandræðum með að finna okkur einhver mörk þar sem við getum báðir verið sammála um að ef farið er yfir slík mörk stuðli það að óréttlæti. Vinsælt dæmi er t.d. Apartheit-stefnan í S-Afríku. Ég hugsa að við séum báðir sammála um óréttlætið sem fólst í henni. Auðvitað eru flest önnur tilfelli og vægari á gráu svæði, enda, eins og þú bendir réttilega á, getur eitthvað sem bætir rétt eins brotið á rétti annars. Það þýðir þó ekki að réttlæti sem slíkt sé afstætt, heldur að réttur hvers og eins geti skarast á við rétt annarra. Og til þess eru dómstólar og lög m.a. að leysa úr slíkum málum.
Lögum á að fylgja, segirðu. Og væntanlega þá skilyrðislaust? (freistingin til að benda á Apartheit í þessu samhengi er sterk, en ég viðurkenni að það er cheap shot). Samt eiga lög m.a. að stuðla að réttlæti í samfélaginu, ekki satt? (Fróðleg umfjöllun um þetta er t.d. hjá Atla Harðarsyni). Ef orð þín um afstæði réttlætis eru tekin bókstaflega, hvað segir það þá okkur um lögin? Og ef þú hefðir lesið athugasemdina mína alla hefðirðu kannski tekið eftir því að ég var að verja Gunnar og Fjármálaeftirlitið fyrir að sækja þetta mál, vegna þess einmitt að um fordæmislaust mál er að ræða og niðurstaða dómstóla myndi auðvelda þeim að takast á við áþekk mál í framtíðinni. Þetta myndi sumsé verða prófmál í slíkum málum sem myndi annað hvort leiða til þess að staðfesta almannarétt eða staðfesta lagabókstafinn, sem myndi þá hugsanlega sýna fram á nauðsyn þess að breyta lögum til að slíkur leki sé ekki ólöglegur (eins og tíðkast í mörgum öðrum löndum). Okkur ber skylda sem borgarar að virða samborgara okkar og fara að lögum, en okkur ber líka skylda til að gagnrýna lög sem okkur virðast óréttlát. Lögin eru nefnilega hvorki óskeikul né skilyrðislaus.
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:20
Jú, reyndar, ég sé núna að þú talar um umferðarlagabrot, en ég var með hugann við kommentið frá thor þegar ég skrifaði fyrra kommentið. En ég læt það liggja á milli hluta.
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:22