Það verður aldrei sátt um að við borgum Icesave

Það er alveg sama hversu langt þeir ganga í gerð fyrirvara. Það verður ekkert mark tekið á þeim og sú grundvallarastaða liggur fyrir að Ísland er að viðurkenna ábyrgð á starfsemi einkabanka. Það svarar enginn þeirri spurningu hvort að ríkið sé að setja fordæmi um að bera ábyrgð einhvera almenna ábyrgð á einkafyrirtækjum ef þau eru með starfsemi erlendis.

Innistæðutryggingasjóður er ábyrgur um það er ekki deilt. Deilan snýr hinsvegar að því hvort að ríkið eigi að vera baktrygging ef hann reynist tómur og ég segi nei, þetta mál kemur íslensku þjóðinni og ríkinu ekkert við þrátt fyrir að einhverjir ráðamenn hérlendis hafi lofað meiru en þeir höfðu umboð til. Ef þetta umboð stæðist væri ekki verið að þrefa um þetta mál á þinginu.

Það að samþykkja Icesave nú verður langvarandi þjóðarböl, íslendinga. Ég skora á þingmenn að hugleiða þessi mál út fyrir skammtíma flokkslínur og valdabrölt.


mbl.is Nálgast endalokin í umræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í besta falli ef 80% af eigum landsbankans ganga upp í Icesave þá verður þetta ekki nema ein milljón í skatt á ári á hvern einasta vinnandi mann á Íslandi (miðað við að atvinnuleysi verði ekki meir en 5%). Sé fyrir mér að fjölskyldur hér á landi hafi efni á því að greiða 2 milljónir á ári í beinan Icesave vaxtaskatt.

tók saman helstu gögn í Icesave málinu og öðrar skuldir ríkisins hérna. endilega tékkaðu á því: http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/934269/

þegar búið er að skoða þessar tölur þá sést að við höfum engan vegin efni á þessari vitleysu sem Icesave er. 

Fannar frá Rifi, 24.8.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það getur heldur aldrei orðið löglegt að skattlegja okkur fyrir þessu þar sem fyrir því var engin heimild í lögum þegar greiðsluskylda innstæðutryggingasjóðs myndaðist, og stjórnarskráin bannar afturvirka skattheimtu. Ekki láta neinn telja ykkur trú um annað og standið föst á því að greiða engan slíkan skatt!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér í þessu Haukur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Sigurjón

Tek undir með ofanrituðum.  Heilshugar...

Sigurjón, 26.8.2009 kl. 09:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband