Halda áfram að handvelja spillingarvini með þessu móti

Það er jákvætt að ráðherrann sé að éta það ofan í sig að ætla ekki að leiðrétta skuldir fyrirtækja og heimila. Hann vill hins vegar fá að velja úr hverjir njóti slíkra forréttinda.

Það að sama réttlætið gangi ekki yfir alla í sambandi við skuldamál er óverjandi með öllu. Skiptir hér engu máli hvort menn hafi tekið lítil eða stór lán. Sami forsendubrestur er á flestum þessara lána.

Einu lánin sem ég vil undanskilja eru græðgislánin þ.e. kúlulánin og önnur ámóta til hlutabréfakaupa og til annars fjármálalegs sóðaskapar.

Ég skil ekki hvernig hægt er að kenna sig við jafnaðarmennsku með þennan hugsunarhátt. Það eru breyttir tímir og það er gallhörð krafa samfélagsins að þau háu laun og fyrirgreiðslupólitík sem hefur verið í gangi undanfarin ár víki með öllu.


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Það er mikil jafnaðarmennska að fella niður skuldir þeirra sem hafa farið óvarlega og eytt umfram eigin greiðslugetu en gefa skít í þá sem fóru varlegar og geta enn staðið undir sínum skuldbindingum.

Mikið af tekjum þeirra sem standa illa núna fór nefnilega í óþarfa eyðslu eins og lúxusjeppa, flatskjái, húsbíla og allt og stórt íbúðarhúsnæði miðað við fjölskyldustærð og þarfir, þá skal verðlauna með niðurfellingu, ekki hina.

Alli, 22.8.2009 kl. 08:42

2 identicon

Ég skil ekki þennan þvætting að ætla sér að kanna hvað fólk keypti fyrir peningana sem voru teknir að láni.  Ég vil benda á enn einn flöt þessa máls sem er sá að samfara stórauknu launamisrétti og ofurlaunavæðingu versnuðu kjör almennings í landinu þannig að það er orðið erfitt fyrir marga að láta enda ná saman.  Þeir sem skulda peninga eru því í mismunandi aðstöðu.  Hitt er svo annað mál að láta hrun krónunnar vegna glæpastarfsemi í fjármálakerfinu allt að tvöfalda láni fólks á einni nóttu er gersamlega óviðunandi alveg sama hver í hlut átti og hvað hann keypti fyrir lánið.  Þetta er rangt og þarf að leiðrétta strax.  Það er ekkert verið að gera á hlut þeirra sem ekki skulda því það varð engin hækkun á þeirra skuld í hruninu.  Hins vega sýnist mér að það eigi að klína öllum kostnaði við hrunið á skuldara í hlutfalli við skuldastöðu þeirra en hinir skuldlausu eigi ekki að borga neitt.   Rétt er að leggja kostnaðinn við hrunið jafnt á alla landsmenn - ekki bara þá sem eru með skuldir. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stundum er eins og samhengi fjárflæðis sé mörgum óljós. Hér er tilraun til einföldunar:

1. Hvar fengu íslensku bankarnir peninga til að lána íslendingum? Jú, í erlendum bönkum. Þessi sömu lán verða aldrei greidd vegna gjaldþrots og hafa verið afskrifuð að mestu. Það eru útlendir bankar sem tapa fé en ekki þeir íslendingar sem ekki tóku lánin. Þeir eru bara áfram stikkfrí, með sitt á þurru og borga ekkert af skuldum hinna. Þetta algengur misskilningur.

2. Ríkið setti neyðarlögin til að stela til sín þessum skuldakröfum viðskiptavina bankana sem voru að mestu ættuð frá erlendum bönkum til að láta þá borga að fullu spariféð sem þeir lofuðu að ábyrgjast með þessum sömu lögum. Það er því ekki ríkið sem er í raun að ábyrgjast sparifjárvörnina í neyðarlögunum heldur skuldarnir. Þarna var sett í lög stórkostleg mismunun á stöðu sparifjáreigenda og skuldara og þeir sem minna máttu sín sviknir enn frekar.

3. Þrátt fyrir að nærri heilt ár sé liðið hefur ríkið ekkert fjármagn sett í bankakerfið. Þeir stálu því í heilu lagi og það er ótæk tilhugsun að þeir sem settu þjóðfélagið á hausinn þ.e. bankarnir séu að hirða til sín megnið af fasteignum landsins í skjóli þjófnaðar ríkisvaldsins. Hér er óréttlætið með þeim endemum að það hlýtur að sjóða upp úr fyrr en síðar.

Skilningur stjórnmálamannana á þingi gagnvart þessu samhengi er enginn. Flestir þeirra sjá ekkert nema sinn afturenda í þessu máli.

Haukur Nikulásson, 22.8.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Sigurjón

Það er oft svo með jafnaðarmennina að þeir telja að allir skulu vera jafnir, en sumir jafnari en aðrir...

Sigurjón, 23.8.2009 kl. 04:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband