Verður Icesave samþykkt í tómri vitleysu vegna þingmannaþreytu?

Sú kjaftasaga hefur gengið (sönn eða login) að Svavar Gestsson hafi keyrt Icesave samninginn í gegn vegna þess að "hann hafi ekki nennt að hafa þetta helvíti hangandi yfir sér lengur".

Önnur kjaftasaga segir að bresku samningamönnunum hafi líkað sérlega vel við "that jolly fellow mr. Gestsson". Það væri þá ekki skýringin að okkar menn hafi verið sérlega "liprir" í samningagerðinni vegna þreytu?

Nú virðist blasa við að þingmenn verði bara þreyttir eins og laxar til að láta þá gefast upp fyrir Icesave þrýstingi Jógríms og það hugnast manni ekki. 

Það er ófyrirgefanlegt að kasta til höndum í þessu máli vegna þess að nokkrir einstaklingar séu orðnir þreyttir. Sérlega þeir sem máttu vita löngu fyrirfram að mjög erfið verkefni biðu þeirra.


mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég man ekki betur en að það hafi verið Svavar sjálfur sem sagði að hann "nennti þessu ekki lengur" í blaðaviðtali. Svo ekki er það kjaftasaga.

Annars er sorglegt hvernig margir stilla þessu upp eins og keppni á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þess vegna passar samlíking þín við að þreyta laxinn, því miður.

Haraldur Hansson, 14.8.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þeir voru bara æstir að komast í sumarfrí - þessvegna á að leggja endanlega af sumarfrí þingmanna, þeir annaðhvort samþykkja Icesave eða henda út af borðinu frumvarpi um að selja áfengi í kjörbúðum þegar þeir vilja komast í frí.

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2009 kl. 15:44

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband