Hvernig datt okkur í hug að setja svona "seinþroska" mann á þing?

Ég hef ekki farið dult með að atkvæði mitt í síðustu kosningum hefði verið neikvætt. Það er að ég kaus gegn flokkunum sem voru ábyrgir fyrir stöðu mála en ekki með Borgarahreyfingunni, enda vissi ég fyrirfram að þarna væri ekki komið alvöru stjórnmálaflokkur heldur hreinræktað óánægjugengi með óljós stefnumál í nánast öllu því nema að bæta stjórnkerfið, eftirlitskerfið og siðferðið. En að öllu öðru leyti var engin vís stefna fyrir kosningarnar og allra síst aðild að ESB sem ég er eindregið á móti.

Þráinn Bertelsson er bara á þingi fyrir sig. Honum fannst hreint ekkert að því að þiggja aukreitis heiðurslaun listamanna í ofanálag.

Þeir sem kusu Borgarahreyfinguna sjá trúlega flestir eftir því núna því að það er ljóst að eina vitið er hjá Þór Saari sem haldið hefur uppi skynsamlegri umræðu.

Okkur mátti vera ljóst að Þráinn var að segja satt þegar hann sagðist vera "seinþroska". Það er það eina reynst hefur rétt með hann. Hvernig gátum við verið svona vitlaus að kjósa hann?


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Ég var í öðru kjördæmi, þannig að ég kaus í raun Margréti.  Það hefur lítið farið fyrir henni, sem er kannske ágætt, en mér þætti gaman að sjá hana hafa sig meira í frammi og vita hvað hún segir.

Sigurjón, 13.8.2009 kl. 11:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband