Mikið var að maður gat orðið sammála Davíð!

Heimurinn er ekki svart hvítur og það sýnir sig líka í því að geta verið sammála Davíð nánast í gegnum heilt viðtal þó maður telji hann aðalarkitektinn að efnahagshruninu á Íslandi.

Ég held að Davíð hafi skorað betur nú í þessu viðtali betur en nokkru sinni, laus við taugaveiklunina og grátklökkvann sem oft hefur einkennt viðtölin við hann eftir hrunið.

Ég skal fyrstur viðurkenna að hann stóð sig vel í þessu viðtali þó ég sé langt í frá sáttur við fortíð hans í hrunadansinum.

Steingrímur og Árni Páll gátu ekki selt okkur að Icesave samningurinn væri besta lausnin því Bæði Bjarni og Sigmundur jörðuðu þá og uppgjafartalið þeirra tiltölulega létt.

Ég er að vona svo innilega að tillagan um ríkisábyrgðina á Icesave samninginn verði felld í þinginu. Ef sjónvarpsviðtöl hafa einhver áhrif þá vona ég að þetta hafi fengið mikið áhorf.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 13.7.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Sigurjón

Skrambinn að hafa misst af þessu viðtali!

Sigurjón, 13.7.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held að hvaða fáviti sem er hafi séð að Davíð, Sigmundur og Bjarni jörðuðu stjórnarliðana í Málefninu. Davíð kom jú líka einkar vel út.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. að vera sammála Davíð Oddsyni bendir til þess að örvæntingin hafi náð tökum á manni..

..að vera sammála Davíð um Icesafe er eins og að vera lúbarinn hundur sem dregst að kvalara sínum.. 

.. að vera sammála Davíð er að vera meðvitandi meðsekur í bullinu ! 

Vaknaðu Haukur

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 02:42

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Núna þarf fólk í ríkisstjórn sem getur og vill halda fram málstað Íslands

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 05:17

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, ég get meira að segja verið sammála prestum stundum og þá er mikið sagt!

Ég er ágætlega vakandi og ekki meðsekur, lúbarinn eða örvæntingarfullur.

Haukur Nikulásson, 14.7.2009 kl. 07:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband