Stefnir í stríð á milli sparifjáreigenda og skuldara?

Neyðarlögin eru mér ofarlega í huga síðustu mánuði vegna þess hversu flausturslegur og vanhugsaður gjörningur þau voru.

Það virðast fæstir gera sér grein fyrir því að með neyðarlögunum var allt sparifé tryggt að fullu. Skipti þá engu máli hvort um væri að ræða 20.000 evrur eða 2.000.000 evra. Skv. fyrri löggjöf voru aðeins tryggðar 20.000 evrur skv. EES samningi og reglum um innistæðutryggingar. Með því að stela bankakerfinu í heilu lagi með neyðarlögunum er ríkið búið að rugla allri samningsstöðu og klúðrið er sífellt að vinda upp á sig. Núverandi valdhafar, þ.e. Jógrímur, eru samábyrgir vegna þess að þau samþykktu neyðarlögin og leyfa sér þess vegna ekkert að gagnrýna þau. Til að borga sparifjáreigendum innistæður langt umfram fyrri reglur verður tryggt að ríkið mun ekkert gera til að taka skuldir almennings og lækka þær til samræmis við forsendubrest undanfarinna ára. Þessi sami forsendubrestur er nefnilega líka hluti af rétthærra sparifé þeirra sem nutu upplogins gengis gróðæristímans og falsaðrar verðbólgumælingu.

Þegar fólki verður þetta samhengi skulda og sparifjár betur ljóst mun enn magnast reiðin og óánægjan með skilningsleysi á samhengi hlutanna og því sem er réttlæti í meðferð fjármuna af hendi stjórnvalda.

Fólk má gefa sér þá einföldu staðreynd að þegar stjórnvöld setja lög og reglur um fjármálagerninga er alltaf verið að færa fjármuni frá einum aðila til annars - og fjarri því að vera réttlátt eins og nú sýnir sig!


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband