Jóhanna og Steingrímur þurfa sérfræðiaðstoð

Kosningarnar eru varla fyrr liðnar en að manni verður það strax ljóst að það fylgja því ekki miklir kostir á þjóðhagslega vísu að stjórnmálamenn séu heiðarlegir ef þeir kunna ekkert til verka.

Nýju stjórnendurnir eru ekki vel að sér í fjármálum það er manni strax ljóst. Mér brá mjög fyrir nokkrum vikum þegar þau afsögðu það bæði með öllu að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja vegna stórfellds forsendubrests. Svikamyllan með stýrivexti vegna jökla- og krónubréfa er ekki bara endalaus baggi heldur eiga heimilin að bera allan kostnað að auki við að halda ríkissjóði á floti.

Það dettur greinilega engum í hug að búa til fjárhagsmódel fyrir þau til að þau geti séð hvernig svona skattabreytingar hafa víðtæk áhrif í allar áttir, flestum til aukinna fjárhagslegra byrða.

Eins og ég hef oft sagt áður, þá mun óheiðarleiki ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu við setningu neyðarlaganna s.l. haust elta okkur inn í allt of langa og erfiða framtíð. Það verður mun meiri ófriður heldur en nokkurn tíma var í búsáhaldabyltingunni. Fólk er meðvitað um hvernig svikin og spillingin voru grasserandi og veit líka að það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Það að engin skuli kominn í handjárnin ennþá er gargandi sönnun þess.

Án róttækra breytinga til jöfnuðar í samfélaginu stefnir í algera upplausn þess samfélags sem við höfum þekkt til þessa.


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta eru bara venjulegar kommunistaaðgerðir.. þau kunna bara ekkert annað Haukur minn..

Óskar Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta hefur ekkert með kommúnisma að gera. Spilltir einstaklingar eru einfaldlega enn við völd, of margir þeirra enn....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.5.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Auðvitað má það fylgja þessari umræðu að ríkið fær líka allar hækkanir lánanna, þeir eignuðust nefnilega bankana með þjófnaði neyðarlaganna. Ef útreikningur Tryggva er réttur er ríkið að ná í 10,7 milljarða samtals.

Haukur Nikulásson, 28.5.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er akkúrat það sem mann grunar, það er verið að beita 2008 trixunum, bæta eiginfjárstöðuna á pappírnum með því að hækka verðbótaþáttinn.  Þetta vesalings fólk kann ekkert betra.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Sigurjón

Ekki hélt ég í eina einustu sekúndu að þessi stjórn yrði eitthvað betri en sú síðasta.  Það eru mjög margir sem mæra Jóhönnu í hástert, en þegar þeir sömu eru beðnir að nefna t.d. þrjú helztu verk hennar sem valda því að hún eigi skilið slíkar mæringar, vefst þeim tunga um tönn.

Sigurjón, 31.5.2009 kl. 02:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband