25.4.2009 | 08:44
Atkvæði greitt Samfylkingunni er stuðningur við landráð
Samfylkingin er að gera ESB aðild að kosningamáli á síðustu dögum þessarar kosningabaráttu.
ESB leggur til tugi milljóna á hverju ári í áróðursstarfsemi hér á landi og fjöldi manns tekur þátt í þeim landráðum að koma Íslandi undir stjórn erlends ríkis. ESB er nefnilega orðið ríki en ekki ríkjasamband. Þeir ætla sér alveg hliðastæða stöðu og Bandaríkin.
Því er blákalt logið að lífskjörf verði hér betri. Matarverð lækki, vextir lækki og hvað eina. Það eru samt engin rök færð fyrir þessu annað en að endurtaka sömu lygina í þeirri von að hún verði á endanum sannleikur. Við erum sjálf einfær um að bæta okkar lífskjör og réttlæti. Við gerum það hins vegar ekki með því að gerast útnáranýlenda Evrópu. Það hefur aldrei gagnast nokkurri þjóð að vera nýlenda Evrópuþjóða. Það er alveg óhætt að taka mið af sögunni.
Stór hluti þeirra ESB sinna og Samfylkingarfólks sem ég tala við segja að við íslendingar getum ekki ráðið okkur sjálf og þess vegna eigum við að ganga í ESb. Við þetta fólk segi ég: Farið þið bara til Evrópu og njótið lystisemdanna þar. Leyfið okkur sem ennþá höfum dug og hjarta í að vera sjálfstæð þjóð að vera það áfram.
Atkvæði greitt Samfylkingunni er beinn stuðningur við landráð.
Ykkur að segja þá ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna að þessu sinni.
VG stoppaði ESB-lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Sammála þér um það að Samfylkingin er landráðaflokkur hinn versti og vegna ESB rétttrúnaðarins er flokkurinn ekki stjórntækur.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:04
Eins og talað út úr mínu hjarta það myndi hafa skelfilegar afleiðingar að ganga inn í batterí sem myndi ekki bera okkar hagsmuni fyrir brjósti. Það sýndi sig gerlega í haust að við eigum enga vini sem koma til bjargar sem er það sem margir halda að ESB muni gera á tímum erfiðleika. Við yrðum jaðarsamfélag sem ætti sér engrar viðreisnar von innan þessa bákns sem ber alltaf hagsmuni heildarinnar (lesist: áhrifamestu þjóðanna) fyrir brjósti þegar ákvarðanir eru teknar. Við erum sjálf best til þess fallin að ákvarða okkar framtíð og lífskjör Íslendinga hafa hingað til þótt öfundarverð.
Lítið í kring um ykkur á þetta stórkostlega þjóðfélag sem einungis 300.000 hræður hafa byggt upp síðan við tókum okkur sjálfstæði og segið mér að við séum ekki fær um að stjórna okkur sjálf.
Soffía Reynisdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:23
AFTURHALD!
Eggert Hjelm Herbertsson, 25.4.2009 kl. 09:28
Enangrunarstefna Óskar? Ég hélt að það hefði verið útrásarvíkingar sem áttu stærstan hlut í að koma okkur á kaldann. Athugið hver hagvöxtur er í löndum ESB og hvort hann hefur verið meiri eða minni enn okkar hefur verið. Athugið einnig hver staða ESB landa er og verður á næstunni í kreppunni er hún betri eða verri en okkar. Viðvarandi atvinnuleysi mun meira en við höfum þurft að lifa við, hefur það verið staðreynd í þessum löndum ESB þar sem að sögn lífsgæði eru betri en hér? Skoðum málið út frá raunveruleika enn ekki draumum um eitthvað sem ekki er eða verður. Við erum nú þegar með meirihlutann af regluverkinu og höfum opnað landið mikið á síðustu árum, sumt til góðs enn annað ekki. Stígum varlega til jarðar það er mikið í húfi og verður ekki tekið aftur ef illa reynist.
Soffía Reynisdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:42
Óskar, Borgarahreyfingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur nánast aðferð til að skila ekki auðu í kosningunum sem væri vanvirða við kosningaréttinn og það litla lýðræði sem við höfum þennan eina dag af hverjum 1460.
Ég kýs ekki með neinni sérstakri ánægju í dag, langt í frá!
Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 10:20
Óskar, ekki reyna að halda þessari vitleysu fram. Evrópskir bankar eru líka að fara á hausinn. Íslenska krónan er heldur ekki sökudólgur að hruninu. Þar er fyrst um að kenna lántökuæðinu og framleiðslu loftbólufyrirtækja og því að Davíð sparkaði öllu draslinu á hliðina a.m.k. þremur mánuðum en til þurfti að koma. Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir ef þú kannt ekki fótum þínum forráð í fjármálum.
Sem maður með reynslu í viðskiptum get ég upplýst þig að við eigum ekki viðskipti við lönd heldur fyrirtæki og mig gildir einu hvar ég finn góð og heiðarleg fyrirtæki til að eiga viðskipti við. Svona málflutningur er eins og að segja að allir þjóðverjar séu frekir og íslendingar séu fífl.Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 10:41
24.4.2009 | 16:37
Samfylkingin kærð fyrir landráð.
Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð. Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.
Lesið kæruna hér.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 12:54
Óskar: Nú er Lettland í ESB og er allt að fara til andskotans þar. Geturðu útskýrt röksemdarfærzluna fyrir því? Ungverjar og fleiri kveljast vegna þess að ESB er ekki fært um að bjarga eigin löndum. Ef við hefðum verið í ESB, hvernig hefði það verið öðruvísi hjá okkur?
Sigurjón, 25.4.2009 kl. 16:40
Óskar, þú staðfestir vanmáttarkenndina sem ég þoli ekki. Ég sé ekki að útlendingar hafi neitt meira vit en íslendingar á fjármálum. Hvaðan kemur þú eiginlega?
Ég hef enga trú á því að kommissarar í Brussel (þar sem töluð eru þrjú tungumál vegna ósættis!) hafi nokkra einustu samúð með Íslandi. Þeir vilja bara yfirráðin og auðlindirnar. Reyndu að ljúga því að mér að þú hafir sérstaka samúð með kúrdum eða túrkmenum og ég skal þá trúa því að Evrópubúar hafi sérstakan áhuga á að gefa íslendingum ómælda fjármuni og betri lífskjör. Hvað ertu eiginlega gamall? Trúir þú ennþá á Jólasveinana?
Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 17:35
Óskar, Evrópa er nú ekki siðmenntaðri en svo að sagan þeirra er full af óþverra sem við myndum ekki vilja bæta við okkar sögu. Ertu virkilega farinn að trúa því að í Evrópu búi betra fólk en hér? Hvers konar einfeldnishugarfar er þetta?
Þér er alveg óhætt að trúa því að við erum okkar bestu eigin bandamenn þegar á reynir. Ef þú trúir því ekki af hverju flytur þú þá ekki út til Evrópu og leyfir okkur hinum að halda áfram að lifa hér sem sjálfstæð þjóð?
Heldur þú að ég (og fleiri) ætli að sætta mig við landráð ykkar Samfylkingarmanna?
Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 18:07
Óskar, þú settir tóninn. Ég kallaði það einfeldnishugarfar af þvi að þú gafst tilefni til þess með því að halda því fram að þetta hefði ekki getað gerst í "siðmenntuðu" Evrópuríki. "Siðmenntuð" Evrópuríki hafa jafnvel staðið að þjóðarmorðum. Ef ég má ekki kalla þetta einfeldnishugarfar hvað má ég þá að kalla þetta?
Ég kallaði þig ekki "vitleysing" þar ert þú nú bara að bæta við sjálfur. Þú skorar ekki í rökræðum með þessu Óskar.
Munurinn á því að ég bjóði þér að flytja er vegna þess að þá höfum við báðir val um ESB. Þín tillaga gerir hins vegar ráð fyrir því að þú kúgir mig undir landráðin og það er ekki ásættanlegt.
Haukur Nikulásson, 25.4.2009 kl. 18:49
ég held að samspillingin sé búin að selja okkur, gegn því að fá að leika stórmennin hér (og hjá embættisdólgunum í Brussel), þetta er því miður það sem ég held.... þau eru amk obsessed!Þau hafa logið og logið og logið, og Jóhanna er eins grútspillt og flestir aðrir þarna. Það eru engar undanþágur í boði (þótt þau segi það), og það er óþarfi að ræða það eitthvað endalaust - sendum bara þá sem vilja til Brussell og látum þau redda sér!
p.s hvað er "Evrópuandstæðingur"? geta "Íslandsandstæðingar" svarað því?
p.s.s mig langar ekki til að mínir krakkar, ef ég eignast einhverja, þurfi að sinna herskyldu vegna þess að annað er ekki lengur í boði, ég efast um að þeir sem vilja ganga í ESB hafi hugsað útí hvað felst raunverulega í því að skuldbinda okkur bandalagi sem er að fara að setja á laggirnar sameiginlegan her, ó nei....
halkatla, 25.4.2009 kl. 19:01
Innilega Ósammála þér Haukur minn,við komust ekkert út úr þessum skít nema reyna að finna lausnir,samfylkingin vill skoða þetta og vita hvað er í boði hjá ESB, og það viljum við,ef þetta er eitthvað slæmt fyrir Ísland,nú þá göngum við ekki inn,en maður á ekki að hafna hlutum fyrr en maður veit hvað er í boði,samfylkingin gengur ekki inn,nema þjóðin segir.JÁ,en í guðaða bænum hugsaðu þig um áður en þú kýst Borgarhreyfinguna,og notaðu sömu rök um þá hreyfingu áður en þú fórnar þínu atkvæði á glæ,(þetta er eins varðandi ESB,kynna sér málin)En Haukur minn,þú gerið það sem þú vilt,og eins gerir þjóðin hún kís um það hvort við göngum í ESB eða ekki. Gleðilegt sumar.
Jóhannes Guðnason, 25.4.2009 kl. 22:18
Óskar: Útflutningur ekki hruninn? Bæði álið og fiskurinn hafa orðið fyrir skakkaföllum hér. En fyrirslátturinn hjá þér er fyrst og fremst sá að nefna sérstaklega hvers vegna ástandið er slæmt í Lettlandi. Það sem ég var að fara var að ESB getur ekki hjálpað þeim neitt að því er virðist. Hvernig stendur á því? Hefur ESB ekki áhuga á að redda einu af aðildarlöndunum? Hvernig hefði ESB reddað málunum hér? Hreinlega ekkert hefði verið öðruvísi hér...
Sigurjón, 26.4.2009 kl. 04:07