Flokkarnir á þingi allir sekir um sjálftöku almannafjár

Hvernig getur fólk búist við því að hægt sé að losna við spillta og mútuþægna stjórnmálamenn þegar flokkarnir sjálfir afgreiða sig með 370 milljóna framlagi úr vösum almennings?

Hvernig er hægt að búast við nýliðun í stjórnmálum þegar gefið er 370 milljóna króna framlag í forgjöf?

Hvernig er hægt að búast við að stjórnmálamenn í þingflokkunum séu heiðarlegir ef flokkarnir eru það alls ekki?

Ofangreindar spurningar ættu að nægja mörgum til að kjósa alls ekki þá flokka sem eru nú á þingi og hafa sammælst um svona sjálftöku.

Mér er skapi næst að kjósa Borgarahreyfinguna núna þrátt fyrir stefnuleysi þeirra.


mbl.is Vill endurskoðun á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við kjósum xO félagi.. það er eini flokkurinn sem er "heiðarlegur" og skipaður venjulegu fólki eins og mér og þér.. en ekki gæðingum og ættarveldisbusum..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það sem almenningur þarf og á að gera núna er að kjósa eftir sannfæringu sinni og stefnuskrá flokkanna. Hætta þarf að horfa afturábak og kjósa fram á veginn og taka höndum saman og koma í veg fyrir óeðlilega styrki í framtíðinni. Byrja með hreint blað og setja lög sem banna fyrirtækjum að styrkja flokka jafnt sem prófkjör. Þetta var við lýði, á ekki að líðast og verður að breytast. Flokkarnir, stefnuskrá þeirra og framtíðarsýn er heil eftir sem áður. Ég ætla að horfa fram á veginn og kjósa þann flokk sem á mest sameiginlegt með skoðunum mínum um það sem þarf að gera í nánustu framtíð og í framhaldi af því. Ég ætla ekki að kjósa til að refsa.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.4.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Adda þú ert ekki alveg með á nótunum.. kjósa eftir stefnuskrá flokkana ???  ég meina hvenær hafa flokkarnir farið eftir stefnuskránni ?  Þeir svíkja, ljúga og plotta um leið og kosningar eru afstaðnar og halda því áfram þar til næstu kosningar koma því þeir treysta á fólk sem .. kýs eftir stefnuskrám flokkana ;)

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 09:01

4 identicon

Sammála.

Það er algert forgangs verkefni að losna við flokka klíku valdið og færa það til fólksins. Breytta stjórnarskrá, persónukjör, burt með 5% regluna og sjálftöku flokkana 4.

Adda þú ert fyndin. Hvað sagði ekki t.d. Sjálfstæðisfl. fyrir síðustu kosn. "Styrk fjármálastjórn"  Og hvert skilaði hún okkur? Í dýpsta fen græðgisvæðingar og spillingar í sögunni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft styrka stjórn í áratugi þar til þetta hrun kom til. Vissulega varð honum á en hvaða flokkur hefur farið í meiri endurskoðun innri og ytri mála? Framsókn og Samfylkingin voru ekki beint saklausir áhorfendur heldur. Það varð hrun, dustum af hnjánum og komum okkur fram á veg. Hverju á að fylgja ef ekki stefnuskrá flokkanna? Stefnuskráin er jú lög flokksins og mótuð af grasrót hans á flokksþingi sem og lög og stefnur allra annarra flokka. Við kjósendur höfum ekki eftir neinu öðru að fara en stefnum flokkanna eins og ástandið er í dag. Nei kjósum það sem við skiljum og þekkjum og eftir sannfæringu okkar en auðvitað þarf grasrótin að vera meira vakandi og við þurfum að auka lýðræði, þingræði og minnka ráðherraræði strax að loknum kosningum. Flokkarnir hafa starfað innan laga og reglna og því þarf að breyta þeim því þetta er greinilega út fyrir siðferðileg mörk.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:39

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Adda, tryggð við flokkinn þinn er eitthvað sem ég hefði einu sinni tekið undir heilshugar og þótt merki um staðfestu og göfugt hugarfar. En ekki lengur. Spillingin át þetta dæmi með húð og hári, frá toppi til táar.

Hvað er svona heilagt við að kjósa eitthvað sem heitir "Sjálfstæðisflokkur"? - Hugmyndafræðilega er búið að gera þetta nafn að skammaryrði. Geturðu séð samnefnara í því að endurreisa Nazistaflokk Þýskalands á sömu forsendu þ.e. að Hitler sé dauður og það séu komnir "nýir" leiðtogar?

Mér finnst eiginlega verst að kosningarnar skuli vera haldnar nú svona örskömmu áður en hægt verði að upplýsa um spillinguna til fulls og þá ekki bara hjá íhaldinu heldur líka Samfylkingunnni (m.a. vegna mútugreiðslna og styrkja frá ESB til landráðanna) og Framsóknarflokknum. Það er kominn tími til að fólk komist að því að flokkarnir eiga ekki tilverurétt yfir gröf og dauða. Það er hreinlega barnaskapur að hugsa svoleiðis.

Haukur Nikulásson, 23.4.2009 kl. 14:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband