Fleiri en frambjóðendur vilja sjá Guðlaug Þór gera hreint fyrir sínum dyrum

Hvað er þetta Bjarni? Er ekki í lagi að Guðlaugur Þór opinberi fjármál sín í kringum prófkjör og kosningar? Hann er í framboði til opinbers embættis og ætti því að þola skoðun.

Sem EKKI-frambjóðandi vil ég gjarnan vita hvort Guðlaugi Þór sé treystandi sem heiðarlegum stjórnmálamanni vegna þess að mér finnast nægar vísbendingar í þá veru að ekki sé allt sem þoli dagsljósið hjá honum.

Það eru því fleiri en mótframbjóðendur sem viilja sjá afkastamestu auglýsendurna meðal frambjóðenda opinbera það hvernig þeir hafa fjármagnað það sem kosta ætti milljónatugi í kosningabaráttu í prófkjörum.


mbl.is Enn ósamið um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað varð um "allt upp á borðið" ???

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

En Svandís sjálf?  Ekki hefur hún birt sitt?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.4.2009 kl. 18:09

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hugsa nú að fjármálin hans Guðlaugs Þórs séu meira spennandi!

Haukur Nikulásson, 15.4.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svandísi upp á borðið...

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 18:24

5 identicon

Punkturinn er ekki að Guðlaugur eigi ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum. Punkturinn er að styrkja ekki stoðum undir svona nornaveiðar. Réttast er að sama gangi yfir alla - enda líklega mörg önnur bókhöld úr fleiri flokkum jafn spennandi eða óspennandi og Guðlaugs.

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:59

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Mér finnst nú meira spennandi að vita aðeins meira um fjármál Samfylkingarinnar, hún virðist fá fjölmiðlafrí í þessari umræðu.

Sögusagnir segja að það séu ekki öll fyrirtæki sem styrktu þá á listanum sem var birtur, eitthvað talað um tvær kennitölur.
Og einnig spurning með skuldir sem má ekki ræða, ætli það sé ekki meira til áhrifa að skulda mikið heldur en að hafa verið gefið mikið.

Carl Jóhann Granz, 15.4.2009 kl. 21:00

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Að sjálfsögðu eiga bæði flokkar og frambjóðendur að koma fram og gera hreint fyrir sínum dyrum. Fréttastofa sjónvarpsins er búin að senda "öllum" beiðni um þessar upplýsingar. Nú verður spennandi að sjá hverjir svara...

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 21:27

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Sögusagnirnar gera það nauðsynlegt að frambjóðendur og fyrrum framboðskandídatar birti bókhaldið!  Eru einhverjar sögusagnir um að Svandís hafi eitthvað óhreint mél í pokahorninu? 

Auðun Gíslason, 15.4.2009 kl. 21:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo má böl bæta að benda á eitthvað annað, sannast hér svo sannarlega.  Nú eru sjallar farnir á taugum greinilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2009 kl. 09:05

11 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ekki ætla ég að fegra Sjálfstæðisflokkinn í þessum málum en mér er engu síður alveg fyrirmunað að skilja af hverju sama umræða á sér ekki stað gagnvart öðrum flokkum.

Á ekki að vera eitthvað jafnræði í umræðunni ? Hefði haldið að það væri svona jafnaðarmannalegt.

Carl Jóhann Granz, 16.4.2009 kl. 19:05

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Carl, með þessum rökum myndir þú aldrei sekta þá sem gómaðir eru fyrir lögbrot nema allir sem hugsanlega hafa brotið af sér með sambærilegum hætti séu líka settir í rannsókn og refsingu. Þetta er það sem kallað er smjörklípa og kennd Davíð.

Guðlaugur Þór hefur sagt að hann opinberi bókhaldið sitt ef allir aðrir geri það. Svona smjörklípur sjá allir orðið í gegnum.

Haukur Nikulásson, 16.4.2009 kl. 22:15

13 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er nú varla mikil smjörklípa þegar einungis er talað um að skoða aðra flokka á sambærilegan hátt og búið er að gera við einn nú þegar. Viltu ekki annars að allt sé uppi á borðum og opnað hjá öllum flokkum eins og búið er að gera hjá Sjálfstæðisflokknum ?

Varðandi prófkjörsbókhald Guðlaugs eða hvers annars frambjóðanda finnst mér hentugast að það sé allt uppi á borðum eða hið minnsta tekið út af viðurkenndum aðilum til að útiloka það að hægt sé að tala um mútur eða mögulegt vanhæfi einhverstaðar.

Carl Jóhann Granz, 16.4.2009 kl. 22:50

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband