Efnahagsviðreisn er langt utan getusviðs þeirra með þessu hugarfari - því miður

Ég hafði væntingar til Jóhönnu og Steingríms. Þær væntingar dóu endanlega með þessum orðum þeirra. Þau skilja ekki hversu róttækra aðgerða er þörf til að rétta við það óréttlætli sem fólst í lánveitingum undanfarin ár.

Það er stórkostleg einfeldni hjá viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússyni, að halda því fram að verið sé að rétta þeim hjálparhönd sem ekki þurfa á þvi að halda. Staðreyndin er sú að lánveitingar urðu að stórkostlegum vörusvikum með margföldum forsendubresti og þess vegna þarf að leiðrétta skuldastöðu allra skuldara, ekki bara þeirra sem þurfa hjálp.

Jóhanna er greinilega ekki meðal skuldara þegar hún kallar hugmyndir um leiðréttingu skulda "arfavitlausar". Með þessu afhjúpaði hún skilningsleysi sitt á því hvers vegna 20-30% þjóðarinnar er í svo erfiðum málum að hún sjái ekki fram á annað en gjaldþrot og eignamissi til ríkisins og bankanna sem eru hinir seku í hruninu. Þeir sem bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu ætla að hirða eignir skuldugra landsmanna og sölsa undir sig. Þetta er gert með neyðarlögunum sem eru ekkert annað en kennitöluflakk og sóðalegur þjófnaður sem þjóðin virðist ekki enn farin að átta sig á.

Steingrímur bætti síðan enn um betur með því að að vega ómaklega að Tryggva Þór vegna þátttöku hans í atvinnurekstri sem þó er ennþá gangandi ólíkt bönkunum sem hann átti sinn þátt í að stela með samþykki sínu og þátttöku í setningu neyðarlaganna.

Þegar þjóðin áttar sig á því með hversu óbilgjörnum og subbulegum hætti ríkið ætlar að sölsa undir sig, óverðskuldað, eigur stórs hluta þjóðarinnar þá verður önnur búsáhaldabylting. Þið kannski trúið því ekki núna, en það gæti farið svo að tveimur til þremur mánuðum eftir kosningar verður farið að krefjast afsagnar Jóhönnu og Steingríms með ennþá stórkostlegra búsáhaldaglamri.

Fram yfir kosningar verður ekki mikið blakað við skuldurum, en um leið og þær eru afstaðnar verður fjandinn laus, vegna þess að þingmennirnir verða þá sjálfir komnir í öruggt skjól.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er alveg sammála þér Haukur, nema að ég hafði aldrei neinar væntingar til Jóku eða Skalla-gríms.  Þau eru pólitíkusar af gamla skólanum og við eigum að vita betur.

Hvað á maður svo að kjósa?  Hvar verður þú í flokki?

Kv. Sjonni Pabbason

Sigurjón, 17.3.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sælir

Ég reikna með að þið hafið lesið Fréttablaðið í morgun og áttið ykkur þá vonandi betur á umfangi tillögunnar. Hvern teljið þið hafa nægilega breið bök til að borga umræddan 800 milljarða reikning ?

Staðreyndin er sú að húsnæðisskuldir sem þið virðist telja aðal áhyggjuefnið, eru minnihluti þessarar aðgerðar, megnið af skuldaniðurfellingunni verður hjá fyrirtækjum landsins.

Þar sem kostnaður vegna þessa mun lenda á skattgreiðendum, almenningi þessa lands, er óhætt að fullyrða að þessi aðgerði, yrði hún að veruleika, yrði einhver viðamesta eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja, sem hér hefði farið fram.

Nægar eru nú byrgðarnar á heimilum landsins þó slíkri 8-10 milljóna skattakröfu yrði ekki bætt á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 18.3.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ætli almenningur komi ekki til með að greiða slatta af þessu hvort eð er, þar sem góður slatti fer í vanskil og fæst ekki greiddur.

Stjórnin virðist reyndar alveg úti að skíta. Fyrsta mánuðinn gerði hún ekkert nema reka Seðlabankastjórnina og allt annað sat á hakanum því að það var ekkert hægt að gera fyrr en Davíð og kó væru farnir. Svo þegar þeir voru farnir var útlendingur ráðinn í stöðuna, að því er virðist á kolólöglegan hátt. Enn gerist ekkert, nema hvað að "sænska leiðin" í vændislögum er sett fram, þó svo sýnt sé að slík lög ýti undir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Svo á að banna stripldans - einstök leið til að vinna bug á atvinnuleysinu, banna eins og eina starfsgrein með öllu.

Bévítans forsjárhyggjuplebbar og vita ekkert hvað þau eru að gera.

Ingvar Valgeirsson, 18.3.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hrannar, þú virðist misskilja að ríkið átti ekki skuldakröfurnar á almenning og fyrirtækin. Uppruni þeirra er í erlendum lánum föllnu bankanna sem ekki á að greiða. Ríkið er ekki að tapa neinu nema hluta af því sem stolið var með neyðarlögunum. Það verður að meðhöndla fyrirtækin með sama hætti. Samspil launþega og fyrirtækja verður ekki slitið í sundur.

Það er ekki hægt að bjóða manni upp á þann málflutning að ríkið sé að tapa einhverju þegar það var að mestu stolið í upphafi. Það er flestu fólki að verða ljóst með tímanum.

Haukur Nikulásson, 18.3.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Sigurjón

Hrannar: Það er ekki eins og það verði til einhver 800 milljarða reikningur!  Það verður 800 milljörðum króna minna greitt í framtíðinni og þá peninga getur fólk notað til að gera eitthvað annað en að sturta þeim í peningaklósettið.

Hvernig er svo með spurningar mínar Haukur?

Sigurjón, 18.3.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu Sjonni, ég er eiginlega hálf landlaus í þessu ennþá og er að hugsa málið.

Ég hvorki frægur né ríkur og það vinnur djöfullega á móti manni. Þessi prerequisities þarf að yfirvinna og ég hef ekki sérstakan áhuga á að vekja á mér athygli trúðsins eða með öðrum ódýrum brögðum. 

Mér hefur dottið í hug að bjóða mig fram í Reykjavík Norður undir eigin merki og fylla upp með fólki sem vill vera með mér á lista. Það þarf 30 manns á lista og rúmlega 300 meðmælendur. Þetta er svo sem ekkert óvinnandi en maður á enga peninga í þetta og ég er ennþá með svolítið óbragð vegna síðustu kosninga þar sem ég vann lengi vel að tilraun sem var eyðilögð af einni dómgreindarlausri konu sem hafði of mikil vond áhrif.

Ætlarðu að bjóða þig fram með mér?

Haukur Nikulásson, 18.3.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: Sigurjón

Ég þakka gott boð.  Ég er heldur ekki auðugur sem stendur og veit reyndar að það verði mjög mikið um vaktir og vinnu hjá mér framundan.  Umhugsunartíminn og fyrirvarinn er kannske full stuttur líka...

Þú mátt hins vegar vera viss um að ég mun skrifa undir stuðning og líka kjósa þig, bjóðir þú þig fram.  Það máttu bóka!

Hver var þessi kona annars?

Sigurjón, 19.3.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég held ég sleppi þeirri nafngreiningu. Held að það sé óþarfi að strjúka kettinum öfugt meira en þarf.

Haukur Nikulásson, 19.3.2009 kl. 00:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband