Jón minn, hvernig datt þér þetta eiginlega í hug?

Sjálfstæðisflokkurinn er að mínu mati ónýtasta og spilltasta stjórnmálaafl síðustu ára. Þeir skilja eftir efnahagslegar brunarústir og og hafa ítrekað vanvirt kjósendur með næstum grímulausri spillingu og einkavinavæðingu sem hefur skilið okkur eftir í djúpum skít, svo vægt sé til orða tekið. Hafi einhver flokkur nánast eyðilagt Ísland þá er það minn gamli flokkur sem ég hætti stuðningi við vorið 2007.

Hverig í veröldinni datt þér í hug að ganga í þetta batterí aftur Jón?


mbl.is Í Sjálfstæðisflokkinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrossum og svínum finnst gott að velta sér upp úr mold og skít. Slíkt á líka við um suma menn sem sækjast í skítinn. Og já Haukur, ég var líka stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins þar til í haust að ég sá í gegn um alla blekkinguna og lygina.  

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kannski hafið þið eitthvað til ykkar máls,en hvar er þetta ekki því miður allir flokkar eru sekir,en það þarf að breyta því!!!!,spilling er allstaðar en vonum að þetta breytist núna /Halli gamli P/S engum er alsvarnað!!!

Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svona er þetta bara, ætli hann hafi nokkur verið sendur eins og Trójuhestur til að sækja nokkra Effara yfir til sjalla ??  Nei segi bara svona. Þeir gera þetta stundum blessaðir eins og þegar Kristján Þór kom til Ísafjarðar til að ná undir Samherja Guggunni og kvótanum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:30

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Haukur: Eigum við ekki frekar að fagna því að Jón skuli vilja ganga í Sjálfstæðisflokkinn aftur, og leggja krafta sína í það að breyta flokknum aftur til betri vegar, því flokkar eru ekki spilltir sem slíkir, men hinsvegar spillast og tapa gildum sem flokkar byggja á, þá men þurfa Flokksmen að losna við, en slíkt gerist ekki nema góðir menn fáist í staðin, Jón er vel frambærilegur og mun vonandi bola einhverjum frá sem setið hefur of lengi, endurnýjun í flokknum þarf að verða mikil eins og þú veist jafn vel og ég, en hún verður ekki ef men taka ekki þátt í slagnum.

Magnús Jónsson, 20.2.2009 kl. 10:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband