Hvílið ykkur - Það hafa fleiri bílpróf

Það er að verða átakanlegt að fylgjast með dauðastríði þessarar ríkisstjórnar. Álagið á Sollu og Geir er að ræna þau heilsunni og ónæmiskerfi þeirra er greinilega að láta undan. Veikindin taka völdin á alla lund og spillir áreiðanlega dómgreindinni líka.

Það er löngu tímabært að þau taki sér hvíld. Það er fullt af fólki reiðubúið að taka við og það verður ekkert meira stjórnleysi en nú er. Annað er afneitun, ímyndun, sjúk valdagræðgi eða bara blanda af þessu öllu. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Heyr heyr Haukur

Annað tveggja dugir afneitun eða sjúk valdagræðgi. 

Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Einmitt, það er rétt.

Marta Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hef einmitt verið að velta þessu með afneitunina fyrir mér. Ingibjörg Sólrún virðist a.m.k. vera í afneitun gagnvart alvarleika veikinda sinna. Það ber vott um dómgreindarleysi. Getur maður treyst dómgreind hennar gagnvart þeim ákvörðunum sem hún stendur frammi fyrir varðandi framtíðarhag þjóðarinnar þegar hún er í slíkri afneitun gagnvart sinni eigin velferð? Ég geri það a.m.k. ekki!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 16:00

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hverjir eru það sem þú sérð að taki við og þjóðin treysti?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Magnús hefur þú séð þetta? Það er fullt af góðum hugmyndum uppi um framhaldið þannig að þú ættir að geta kvatt óttan við framtíðina sýnist mér! Skil reyndar ekki þennan endalausa ótta við framhaldið sem einkennir málflutning sumra. Ef við horfum á nútíðina raunsæjum augum ætti það að blasa við að eftir „hreingerningarnar“ getur tæplega nokkuð verra tekið við!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Magnús, þjóðin treysti núverandi stjórn og þú sérð hvert það leiddi hana.

Ég myndi þess vegna treysta sjálfum mér og jafnvel hundruðum annarra til að gera betur.

Ef þú kvartar sem viðskiptavinur yfir lélegri þjónustu eða verki þá er það ekki þitt hlutverk að koma með lausn á vandanum. Þú átt samt rétt á að kvarta og velja nýjan þjónustuaðila. Svona spurning eins og þín er bara hártögun þeirra sem eru að verja óhæfan starfskraft.

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 19:19

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hver á að velja nýja aðila til að starfa fram að kosningum?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rakel!Ég er fylgjandi því sem Nýtt Lýðveldi er að setja fram sem og Nýtt Ísland líka, en það er eitthvað sem unnið verður að næstu ár. Það er mikill vandi að setja fram svo miklar breytinga sem og að Stjórnarskrá verður að vera vönduð. Þetta er eitthvað sem ekki verður komið á hreint í maí. Hinsvegar er ég fylgjandi t.d. að nú þegar veriði undirbúnar kosningar að Stjórnlagaþingi. Og þar verði unnið að mótun algjörlega nýrrar stjórnarskráar sem og öðrum grundvallarreglum fyrir Nýtt Ísland. Það gæti verið ágætt ef hægt væri að ljúka þeirri vinnu á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Alþingi yrði síðan að samþykkja Stjórnarskrá og síðan yrði að slíta þingi og kjósa aftur. Þetta er eitthvað sem ekki snertir stjórn landsins næsta árið a.m.k.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 23:38

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Magnús, þetta er ekki eins erfitt og það hljómar nema vegna tregðu ráðandi afla sem verja stöðu sína.

Ég er reyndar ekki á þeirri skoðun að breyta þurfi stjórnarskránni eiginlega neitt. Það þarf aðallega að breyta kosningalögum til samræmis við nútíma tæknilega getu til að framkvæma fljótlegri og auðveldari rafrænar kosningar með tilheyrandi möguleikum á að koma þar fyrir prófkjöri samtímis og velja jafnvel persónur sem ekki tilheyra stjórnmálaflokki. Þú getur skoðað tillögu mína (sem ég setti fram haustið 2006) í tengli hér til vinstri.

Það er hægt að vera með utanþingsstjórn sem forsetinn skipar til fram að kosningum. Ég er ekki viss um að flokkarnir hafi hug á að vera bæði í ríkisstjórn og kosningabaráttu samtímis næstu 6 vikurnar. Það má ekki gleyma því að það eru bara ráðherrarnir sem hætta, ráðuneytin starfa jú án þeirra að mestu hvort eð er. Það er því ekki tiltökumál að finna nokkra hæfa faglega einstaklinga til að sinna þessu í 6 vikur.

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 23:49

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Haukur ég er að vitna í vinnu sem fólk er að vinna á Nýju Lýðveldi og Nýju Íslandi þar sem sannanlega er stefna að umbylta stjórnarskránni. Ég er flygjandi hugmyndum um landið sem eitt kjördæmi og jafnt vægi atkvæða. Þá er ég fylgjandi rafrænri atkvæðagreiðslu og held að slíkt kerfi mundi nýtast til að koma á virkum þjóðaratkvæðagreiðslum. Það er náttúrulega ámark lýðræðis ef öll stærri mál þyrftur að fara í  þjóðaratkvæðagreiðslu.

En ég sé engan Obama hjá okkur sem leitt gæti utanþingsstjórn hér. Held að það séu erfiðir tímar næstu mánuði þar sem að skipuð stjórn mundi lenda í ógurleg basli. Segja um svo að utanþingsstjórn mundi hafna IMF eða IceSave og í maí væri komið hér ástand þar sem við hreinlega komin á fullt í milliríkja deilur krónan fallin til andskotans og  hingað fengjust ekki nausynja vörur vegna efnahagsþvingana landa sem eiga aðild að IMF eða ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2009 kl. 00:06

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er einmitt það sem blasir við Magnús.

Við þurfum að velja á milli þess að borga eða borga ekki IceSave með tilheyrandi afleiðingum. Ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort sé betra. Til þess skortir ennþá eiginlega allar upplýsingar um upphæðir. Það er möguleiki að betra verði að hafna IMF láninu og neita að borga IceSave og fara svo í sjálfsþurftarbúskap í einhver ár heldur en að vera í tíu ár að borga 6-10 milljónir á hvert mannsbarn.

Þjóðargjaldþrotið er staðreynd hvað svo sem við gerum, spurningin er hvað yrði okkur þjáningaminnst. Þetta verður eflaust mjög erfitt og umdeilt val á útgönguleiðum sem allar eru í raun slæmar.

Ég er ekki hlynntur því að mikið verði farið í þjóðaratkvæðagreiðslur um hin og þessi smámál. Þá tökum við málin úr höndum þeirra sem eru kosnir til að vera raunsæir fyrir okkur. Það væri jafnvel möguleiki á því að þjóðaratkvæðagreiðsla myndi samþykkja að hætta að greiða skatta svo við tökum groddalegt og óraunhæft en tæknilega mögulegt dæmi. 

Haukur Nikulásson, 26.1.2009 kl. 00:31

12 Smámynd: Sigurjón

Ef við þurfum sem þjóð að borga Icesave, hljótum við að eiga skaðabætur inni hjá ESB.

Sigurjón, 26.1.2009 kl. 02:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband