Er Björn Bjarnason orðinn ritstjóri Morgunblaðsvefsins?

Ég held að ritstjórar Moggavefsins séu hreinlega að tapa sér í hrifningu sinni á fréttauppsprettum úr bloggsíðu BB.

Ég er varla fyrr búinn að skrifa eina grein um þetta en að mbl.is bætir ekki um betur og setur enn eina greinina inn á forsíðuna. Þetta minnir brátt á "Okkar mikilhæfi leiðtogi.... 

Ef kosningaskjálfti Moggans er svona grimmilegur fyrsta dag kosningabaráttunnar hvernig verður það þegar nær dregur. Óvirkir forsíðubloggararnir íhaldsins sem hafa legið eins og vampírur í dvala, Birgir Ármannsson, Sigurður Kári og fleiri munu nú spretta fram á bloggvöllinn aftur eftir 18 mánaða hvíld í ritkistunum sínum. Nú er að koma blóðbragð í strákana.


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Haukur : Og þér finnst Björn fara með rangt mál er það ekki, Björn er að segja frá eins og málin horfa við honum, það getur maður eins og þú ekki þolað greinilega, ekki má koma nein gagnrýni frá Birni um ástandið, það samræmist ekki þínum skoðunum, um að ekki megi skoða málin frá báðum hliðum, nei þeir sem hafa aðra skoðun en þú eiga að þegja, þú þarft að fara í alvarlega naflaskoðun góði minn, það eru ekki skoðana skipti að heimta að allir sem eru á annarri skoðum haldi kjafti, þakkaðu frekar fyrir að allir geti tjáð sig, og látið aðrar skoðanir í ljós en eru þér þóknanlegar.  

Magnús Jónsson, 25.1.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Magnús ég gagnrýndi Björn ekki einu orði. Hvernig færðu það út? Hann er frjáls að skoðunum sínum og ég reyni ekki að loka neinum umræðum.

Ef þú hefðir lesið greinina mína fjallar hún um hrifningu Moggans á Birni og þeirri ritstjórnarstefnu að hampa honum og íhaldsbloggurum með heldur groddalegum hætti. Og skyndilega virðist Mogginn eflast verulega í þessu á fyrsta degi aðdraganda næstu kosninga.

Magnús, áður en þú skrifar svona ættirðu að kynna þér hvað ég er að skrifa. Ef þú hefðir lesið eitthvað af því sem ég hef skrifað áður myndirðu sjá að ég nærist beinlínis á öndverðum skoðunum og vænum rökræðum. Ég skal í þetta sinn viðurkenna rétt þinn til að hafa rangt fyrir þér (sbr. þitt eigið höfundarbox

Takk fyrir innlitið. 

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Kristján Logason

Svona ti fróðleiks er ótrúlegt að lesa sunnudags moggann. Þó maður skoði ekki nema forsíðu og baksíðu. Þvílíkan skj´lfta hefur maur aldrei séð. Hafi moggin borið grímu hinnar frjálsu fjölmiðlunar þá er hún lekin langt niður á bringu nú. Það eina góða sem eftir stendur á mogganum eru ljósmyndararnir.

Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég kíki á blaðið Kristján, titringurinn hlýtur brátt að koma fram á skjálftamælum Veðurstofunnar.

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 01:01

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Haukur:hvernig ber að skilja að þú teljir ritstjórn vera að tapa sér í hrifningu sinni á bloggsíðu BB, öðruvísi en sem gagnrýni? þú sjálfur varst varla búinn segir þú að skrifa,,,,, og þá byrjar mogginn að tyggja upp úr bloggi BB "Okkar mikilhæfi leiðtogi" háðið skín úr skrifum að þessu tagi, og sínir hugsunar hátt þess sem skrifar, og þakka þér fyrir að virða þann rétt minn til að hafa rangt fyrir mér, kannski skjátlast mér líka núna.

Magnús Jónsson, 25.1.2009 kl. 01:32

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er að hæðast að Mogganum en ekki Birni, Magnús. Þarna er talsverður munur á sýnist mér. Ég lifi ekki í svart-hvítum heimi. Bæði Mogginn og Björn hafa átt sína góðu daga og líka slæmu. Ég kaus hvorttveggja í 40 ár, veittu mér smá umburðarlyndi fyrir þá tryggð.

Ég hætti að kjósa íhaldið þegar Björn, Geir Haarde, Sólveig Pétursdóttir og Gunnlaugur Claessen misnotuðu handhafavald forseta Íslands til að koma dæmdum þjófi á þing. Þá fyrst sannfærðist ég endanlega um að þeir voru ekki að velja heiðarlega þingmenn til starfa. Flokkurinn er síðan búinn að sýna mér og sanna óumdeilt að vera manni ónýtur hvað svo sem önnur góðverk hann hefur unnið um dagana. Liðið sem nú stjórnar flokknum er ekki að vinna fyrir fólkið í landinu heldur einkavini og klíkur í kringum Davíð Oddsson sem enn stjórnar flokknum með harðri hendi frá Svörtuloftum.

Nú loksins geri ég það fyrir þig að gagnrýna Björn beinlínis í þessari færslu. Við getum þá báðir verið með það á hreinu núna. 

Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 01:49

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Enn einn frelsaður maðurinn.

Maður getur ekki annað en glaðst yfir þessu. Finnst þér ekki alveg merkilegt Haukur, nú þegar þú sérð hlutina frá okkar hlið líka (ég er líka í þeim sporum að hafa verið beggja megin við) að lesa svona dót eins og Magnús er að skrifa?

Það eru reyndar mjög mörg ár síðan ég var farinn að fá æluna upp í kok, svo ég segi nú eins og er, yfir vitleysunni í Mogganum. Það gat ekkert gott út úr þessu komið - Blaðið hefur stutt með kjafti og klóm allt sem komið hefur frá miðstjórn sjálfstæðisfokksins - Kvótann, byggðaeyðingu, stóriðju, einkavæðingu bankanna, auðvaldsdýrkun og leiðtogadýrkun.  Það GAT ekkert gott komið úr þessu því ALLIR hafa rangt fyrir sér á endanum, sérstaklega ef enginn þorir að efast um fullyrðingar þeirra. Það er engin öruggari leið til að klúðra hlutunum svo eftirminnilega að hrikti í stoðum aldanna.

Aftur Haukur, ég gleðst yfir hverjum þeim sem skoðar hug sinn í ljósi hamfaranna og vona að þú ljáir þjóðinni krafta þína til að endurreisa FORMIÐ sem er svo meingallað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 02:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband