Hér er lausnin á efnahagsvandanum

Þetta hljómar að sjálfsögðu afar hrokafullt. Ef menn hafa betri lausn vil ég gjarnan heyra um hana.

Ríkið stal eignum bankanna með neyðarlögunum. Það er gjörningur sem ekki verður aftur tekinn og það þarf því að vinna út frá þeim skaða. Ríkið stal EKKI skuldum bankanna við erlenda lánadrottnanna sem eru uppistaðan í því sem þjóðin og fyrirtækin skulda. Hinir nýstolnu ríkisbankar ætla að innheimta skuldirnar hjá okkur án þess að standa skil á þvi til upphaflegra lánveitenda erlendis, það er líka ljóst.

Ég tel skv. þessu að einstaklingar og fyrirtæki eigi heimtingu á því að ríkið hirði ekki með offorsi meira og minna allar fasteignir landsins og þegnarnir verði bara leiguliðar og fátæklingar. Ríkið eignaðist ekki kröfurnar á okkur með neinum réttmætum hætti og við það verður aldrei unað.

Lausnin er sú að hefja skipulagða niðurfærslu ALLRA skulda heimila og fyrirtækja. Það verður að reikna út formúlu fyrir niðurfærslu myntkörfulána og að sama skapi fyrir krónulán með verðtryggingu. Að þessu verða færir reiknimeistarar að koma. Það verður að gera þetta með hliðsjón af öllu þjóðfélaginu ekki bara útvöldum einkavinum ríkisstjórnarflokkanna. Þetta verður að gerast með heildstæðri sýn á það að samfélagið fari aftur í gang án þess að helmingur þjóðarinnar og fyrirtækja verði á vonarvölinni eins og nú stefnir í vegna ráðaleysis núverandi stjórnar.

Forsætisráðherrann spurði í sjónvarpsviðtali: "Hvað á að gera fyrir þá sem skulda ekkert?" - Því er fljótsvarað: Ekkert. Vegna þess að þeir voru ekki rændir með okurvöxtum og upplognum verðtryggingum. Endanlega er það skuldlausum í hag að þurfa ekki að fá hinn hluta þjóðarinnar á sitt framfæri bara vegna óstjórnar.

Hvað með IceSave skuldbindingarnar? Við borgum þær ekki vegna bresku hryðjuverkalaganna sem eyðilögðu banka- og efnahagskerfi íslendinga. Það flokkast undir hamfarir (force majeure) og við erum því ekki skuldbundin til að bæta slíkt tjón. Ef þetta þýðir að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vilji ekki lána fé hingað þá tökum við því. Við hefjum þá sjálfsþurftarbúskap og sættum okkur frekar við að vera fátæk heldur en að borga hátt í tug milljóna á hvert mannsbarn í landinu. Það tekur á annan áratug að hreinsa þá skuld. Viljum við taka á okkur skuldbindingu ævintýramanna með þeim hætti?

Hinn huti af efnahagslausn íslendinga er sá að núllstilla útgjöld ríkisins eins og ég hef bent á í fyrri færslum (sjá Tenglar hér til vinstri). Það þarf að endurnýja öll fyrri umboð til útgjalda. Áhuga-, dekur- og dellumál eiga EKKI að vera á framfæri samfélagsins.

Betri tillögur? Einhver?


mbl.is Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér súnist þetta vera nokkuð gott svona sem fyrstu tillögur.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 11:56

2 identicon

Fyrsti líðurinn hjá þér er áhugaverður. Ég hefi lengi verið að reyna að koma þessu á framfæri en mætt litlum skilningi.
Eins og þú segir réttilega: Hinir nýstolnu ríkisbankar ætla að innheimta skuldirnar hjá okkur án þess að standa skil á þvi til upphaflegra lánveitenda erlendis.
Sem sagt það er verið að innheimta hjá þjóðinni skuldir sem ríkið ætlar ekki að borga!
Löglegt en siðlaust! Enda bannað að fara í mál við bankana.

pbh (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

hmmm áhugavert!

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 13:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband