20.1.2009 | 11:43
Gegndarlaus hagsmunagæsla hindrar samfélagsumbætur
Það er mörgum ljóst sem lesa þessa pistla mína að í mér blundar pólitíkus sem fær takmarkaða útrás og áheyrn. Ég eigna mér þó það að hafa nú í tvö ár skrifað hátt í 1000 pistla sem að mestu eru um stjórn- og samfélagsmál.
Það fer ekki hjá því að því meira sem maður fylgist með í þessari deild verður manni ljóst hversu erfitt mál er að standa í þessu. Fyrir utan hreinræktaða græðgi og spillingu er hagsmunagæsla svo stórt vandamál að hún beinlínis hindrar að samfélagið geti tekið framförum.
Á ríkið hafa verið settar nefnilega hinar ólíklegustu kröfur um fjárframlög og stuðning sem virðist ótækt með öllu að afnema. Og það þrátt fyrir að við séum gjaldþrota og þurfum virkilega á því að halda að réttlæta öll ríkisútgjöld upp á nýtt. Við erum tilneydd til að núllstilla útgjöld ríkisins, það er ekkert vit í öðru.
Mín skoðun er sú að fyrsta réttlæting fyrir ríkisútgjöldum sé spurningin um það hvort fjárútlátin hlúi að samfélaginu eða sé bara til að skemmta einstökum áhugahópum. Það er óvinnandi að standa í að deila út fé ef áhuga- og dekurmál eru á framfæri ríkisins. Hvar setur maður fótinn þá niður og segir nei?
Með þessari grunnhugsun tel ég ljóst að eftirfarandi myndi hverfa af framfæri ríkisins: Rekstur varnarmála, rekstur sendiráða að mestu, styrkir til landbúnaðar, menning og listir fullorðinna, íþróttir fullorðinna, trúmál og rekstur þjóðkirkjunnar í held sinni, Ríkisútvarp og sjónvarp og annað í þessum dúr.
Það sem ríkið ætti að styðja eru heilbrigðis-, trygginga-, félags og menntamál. Auk þess löggæsla og dómskerfi, samgönguæðar og hóflega uppsettar ríkisstofnanir sem hafa raunverulegt samfélagslegt hlutverk.
Einhverjum kann að þykja þetta harkalegt og ég geri mér grein fyrir því að sem stjórnmálamaður fengi ég líklega ekki mörg atkvæði út á ofangreindar tillögur. Þetta er samt það sem skynsemin segir mér að eigi að breyta og gildir mig einu hvort það er til vinsælda fallið eða ekki.
Ofangreindar tillögur eru ávísun á verulega útgjaldalækkun ríkisins. Hugsun mín er sú að með þessu geti skattar lækkað og fólk hafi meira ráðstöfunarfé til að kaupa sjálft og mynda frjálsa hópa um þá liði í menningu, íþróttum, listum, trúmálum og öðrum hugðarefnum sem það sjálft kýs að fjármagna. Ég sé t.d. ekki ástæðu þess að ég, áhugamaður um popp- og rokktónlist, sé að niðurgreiða sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnmálamenn dagsins eru í fangar vinsældaöflunar. Þeir geta oft ekki beitt sér fyrir þjóðþrifamálum vegna þess að í hvert skipti sem þeir vilja fá einhverja vitleysu burt úr rikisrekstri burt þá styggja þeir hagsmunahópa og missa við það atkvæði og stuðning.
Lýðræði? - Lýðræði er bull. Lýðræðið er bara einn dagur á fjögurra ára fresti. Þess á milli ríkir einræði flokksforingja.
Spá 9,6% samdrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson