Hvar eru konurnar 5?

Eru ekki konur í Framsóknarflokknum? Eru þær ekki kjörgengar? 

Ég hef löngum haft efasemdir um að rétt sé að þröngva fram kynjajafnrétti í sambandi við stöðuveitingar og vegtyllur í stjórnkerfinu og raunar hvar sem er. Það er bara ekki raunhæft og ég tel það vera vegna líffræðilegs munar á körlum og konum.

Munur á hormónum spilar þarna stærstu rulluna. Testosteron magn karlmanna gerir þá frekari til forystuhlutverka og því verður ekki breytt nema að tilkomi erfðafræðileg breyting á ríkjandi ástandi. Samskonar líffræðilegur munur er líka sá sami og gerir karlmenn sterkari t.d. í íþróttum þar sem konur eiga ekki möguleika vegna styrkmunar. Samt er athyglisvert hversu konum gengur illa að jafna met sín gagnvart körlum þar sem líkamsstyrkur hefur ekkert að segja eins og til dæmis í skák.

Þessi ofangreindi munur gerir það einfaldlega að verkum að karlar sækjast frekar í sumar stöður í samfélaginu en konur eins og við sjáum hér á framboði Framsóknarmanna til formanns.

Draumur hinna metnaðarfyllri kvenna um hið fullkomna kynjajafnrétti er óraunveruleg draumsýn sem ekki verður uppfyllt í okkar samtíma. Það gæti gerst í fjarlægari framtíð þegar karlar munu þá jafnframt ganga með og ala börn.

Þegar kemur að því að bjóða fram til þings og þjóðar vil ég kjósa góðar, hæfileikaríkar og vel meinandi manneskjur til slíkra starfa og gildir mig einu hvort það er karl eða kona í því sambandi.


mbl.is Kappræður formannsframbjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hjartanlega sammála þér þarna Haukur.  Það er lítið vit í kynjakvótum og hamlandi fyrir atvinnulífið.

Sigurjón, 17.1.2009 kl. 16:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband