Vonlaus ríkisstjórn líka

Mér finnst það klúður að spyrja ekki um tengslinn á milli neyðarlaganna okkar og hryðjuverkalaga breta sem sett voru daginn eftir. Af hverju spyrja blaðamenn ekki réttu spurninganna? 

Það ber allt að sama brunni hjá þessari ríkisstjórn. Eftir allan gorgeirinn setur hún skottið niður og flýr af hólmi. Það eru endalausar uppsprettur hjá þeim að rökstyðja aumingjaganginn og ennþá er ekkert fararsnið á stjórninni.

Það jaðrar við að stjórnmálamenn þurfi helst að fremja fjöldamorð í beinni sjónvarpsútsendingu til að maður hafi minnstu von um að þeir verði settir af.

Miðað við frammistöðu undanfarinna mánaða kemur þetta held ég engum á óvart.

 


mbl.is Vonlaust dómsmál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Blessaður Haukur og gleðilegt ár!

Ég hélt að Bretar hefðu ekki sett þessi lög daginn eftir að Alþingi samþykkti neyðarlögin hér, heldur einfaldlega beitti þeim á Landsbankann.  Ég get ekki séð að íslenzka ríkið hafi verið beitt hryðjuverkalögum og líklega er það ástæðan fyrir því að ríkið höfðar ekki mál á hendur brezka ríkinu.  Hins vegar er ég sammála því að þessi (ó)stjórn má víkja og það sem fyrst.

Ég ætla að skora á þig að stofna stjórnmálaflokkinn sem þú varst að velta fyrir þér og bjóða fram.  Þú fengir alla vega mitt atkvæði, svo mikið er vízt...

Skál!

Sigurjón, 6.1.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sömuleiðs gleðilegt ár Sjonni og takk fyrir umræðurnar á gamla árinu.

Ég er náttúrulega búinn að stofna flokkinn, hann er bara í dvala. Það er síðan spurning hverja maður fær með sér í dæmið þegar það er tímabært. Ef þú kíkir á elstu færslurnar þá eru drög að málefnaskrá og ýmislegt annað þar að finna.

Takk fyrir traustið. 

Haukur Nikulásson, 6.1.2009 kl. 17:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband