Neyðarlögin á Alþingi næg vörn fyrir bretana?

Það virðist gleymast hjá fólki í hvaða röð atburðirnir í kringum bankahrunið gerðust.

Bretar settu hryðjuverkalögin sín á íslensk fyrirtæki eftirneyðarlögin voru sett á Alþingi. Þeir voru býsna vel upplýstir, því þeir brugðust við án nokkurrar tafar. Ólíkt íslenskum stjórnvöldum sem hafa bara unnið hratt við gerð mistaka og síðan hægt eða ekkert að vitlegri málum. Það er sorgleg vitneskja að heyra að margir þingmenn hafi ekki einu sinni lesið neyðarlögin áður en þeir samþykktu þau.

Neyðarlögin eru sóðalegasta atlaga að réttarkerfi Íslands á síðari tímum. Almennum lögum um viðskipti og gjaldþrot var kippt úr sambandi til að ríkið gæti stolið eignum og viðskskiptakröfum bankanna en skúrað af sér á sama tíma skuldbindingar þeirra við erlenda banka sem lánuðu mest allt lánsfjársukkið til Íslands.

Mál á hendur bretum gæti fallið um sjálft sig vegna setningu neyðarlaganna okkar en það í sjálfu sér afsakar ekki Það að láta ekki á það reyna. Þetta eru réttlætanleg útgjöld í ljósi stöðunnar og óafsakanlegt með öllu að láta ekki til skarar skríða nú þegar.


mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þeir settu beittu hriðjuveralögum daginn eftir að neiðarlögin voru sett. en það skiptir ekki máli, þessi lög eru ekki ætlið til notkunnar til kúgunar á vinaþjóðum heldur til að komast yfir eigur hriðjuverkamanna, ertu hriðjuverkamaður?  Hitt er svo annað mál að samfylkingin vill ekki fara í mál því það skemmir fyrir inngöngumöguleikum íslands í evrópusambandið, bretar myndu ekki hleipa okkur inn á meðan við erum í máli við þá.

Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er með ólíkindum allt klúður ríkisstjórnarinnar og hæfisleysi hennar til að taka á vandamálum þjóðarinnar.  Því er nú verr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 20:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband