Valdníðslan er hjá ríkisstjórninni ekki mótmælendum

Það er enginn efi í mínum huga að þessi ríkisstjórn fær engan vinnufrið hér eftir. Ég hitti engan lengur sem vill þessa stjórn áfram við völd. Ef hún hættir ekki með góðu, verður það gert með mótmælum þangað til þau duga. Ríkisstjórnin er löngu búin að missa allt traust og situr gegn betri vitund um umboð sitt. Það er bara valdarán.

Því fyrr sem hún boðar til nýrra kosninga verður hægt að byrja raunverulegt uppbyggingarstarf á þessu landi. Staðan er núna sú að Davíð Oddsson deilir út láninu frá IMF til einkavinanna til að moka yfir og fela götin eftir græðgisvæðingu undanfarinna ára.

Eiginlega ættum við frekar að vera hissa á því að ekki sé löngu soðið upp úr öllum pottum hér á landi.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Égheld satt best að segja Haukur að við séum í stórum dráttum sammála um flesta hluti nema ESB :)

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þegar mótmæli eru getum við ekki búist við því að þetta sé allt mjög snyrtilegt Guðmundur. Mótmælin eiga rétt á sér, en fæst viljum við sjá eignaspjöll og eyðileggingu. Eignaspjöllin í mótmælunum eru algjör tittlingaskítur samanborin við það þúsunda milljarða tjón sem ríkisstjórnir síðustu 16 ára hafa valdið og eru enn undir raunverulegri stjórn Davíðs Oddssonar.

Þessum mótmælum lýkur bara með afsögn ríkisstjórnarinnar. Ég styð það heilshugar að hafa HÁTT þangað til þeir fara.

Haukur Nikulásson, 31.12.2008 kl. 15:21

3 identicon

Ætli einn af þessu pakki hafi vit á pólitík? Stórlega efa það.

Ef þú hefðir verið þarna og skemma þá kanski væri þetta marktækt, :) en þannig viljum við ekki vinna elsku kallinn minn. Þetta pakk eyðileggur fyrir þeim sem vilja breitingar.

Óskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:23

4 identicon

Ekki nema að þú hafir sent þessa krakka í skjóli nætur til að vinna skítverk fyrir þig:)

oskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:24

5 identicon

Guðmundur. Ég er nú vissum að JÁJ sé nú alveg búinn að stela nógu stórri fjárhæð frá þjóðinni að hann er borgunar maður fyrir einhverjum þeim skemmdum sem þarna hafa orðið. Svo ber nú líka að varast 1 hliða frásögn baugsmiðla af skemmdum.

Ég komst ekki til að mótmæla þarna enn það fólk sem var þarna að mótmæla gerði það fyrir mína hönd.

IGS er ekki þjóðin, þvílíkur hroku sem rann af hennar vörum þarna.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það breytir því samt ekkert að þau hafa engan rétt til þess að vera að eyðileggja sjónvarpsútsendingu sem ég var að horfa á. Hefði glaður vilja taka þátt í að meisa þetta pakk

annað hvort er þetta svartur húmor eða ekki.. ef ekki þá vorkenni ég þér elsku Guðmundur fyrir að þú skulir hafa orðið fyrir truflun í sófanum í dag.. eigðu góðar stundir :) .. en ef þetta var húmor.. þá var hann fyndinn ;)

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 16:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband