31.12.2008 | 10:49
Á hvað getum við selt Ísland?
Það verður erfitt verk fyrir okkur sem viljum áfram sjálfstætt Ísland að verja það.
Það er deginum ljósara þegar stjórnmálaflokkur sem sérstaklega var stofnaður til þess, árið 1929 og ég studdi lengst af, telur það í lagi að gæla við sjálfstæðisafsal. Raunar tel ég það einkennandi fyrir þann lurðuhátt sem einkennir núverandi forsætisráðherra sem aðgerðar- og sinnulaus og spilltur hefur fylgst með sínum meðreiðarsveinum og einkavinum maka krókinn í ógeðslegustu spillingu síðustu ára. Nafnið Sjálfstæðisflokkurinn stefnir með þessu í að verða hlægilegt öfugmæli og lítilsvirðing við þá sem unnu að þessum markmiðum.
ESB aðild mun ekki færa þessari þjóð neina hamingju. Hún mun í mesta lagi færa okkur það að þurfa að hefja aftur sjálfstæðisbaráttu sem tók ekki nema 682 ár síðast að vinna!
ESB er ekki ríkjasamband frjálsra ríkja. Það er stöðugt í breytingum og þróun í átt að því að verða bandaríki Evrópu þar sem úrsögn yrði bara svarað með borgarastríði. Það er líka komið á daginn að ESB tekur ekki NEI sem gott og gilt svar. Svo skal haldið áfram að kjósa aftur og aftur þar til sambandið fær rétt svar. Þetta er margreynt í allri Evrópu. ESB notar óhikað alla fjármuni og meðöl sem þarf til að fá sínu fram. Þess vegna verður vörn sjálfstæðis Íslands mjög erfið.
ESB er eineltisklúbbur 27 ríkja sem ekki hafa það að markmiði að bæta heiminn, bara Evrópu. Þeir loka á frjáls viðskipti við þriðja heiminn og sjá til þess að halda þeim áfram í fátækt. Íslendingar eiga að sýna öllum heiminum vinsemd í því að bæta líf allra íbúa hans með því að taka þátt í störfum SÞ og nota þann vettvang til framfara á jörðinni. ESB getur aldrei orðið annað en leiðinlegt lokað og óþarfa millistig í þeirri viðleitni. Hér á að vera meiri framsýni.
Þegar öllu verðu á botninn hvolft verður kosið um áframhaldandi sjálfstæði annars vegar og hins vegar um það fyrir hversu hátt verð Ísland er falt kommissörum í Brussel.
Umsókn í þjóðaratkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég ætla ekki að elta ólar við þennan pistil þinn því þú veist og ég veit að við erum alls ekki sammála í þessum málaflokki. en ég vil aðeins kommentere á þetta hérna hjá þér
ESB er eineltisklúbbur 27 ríkja sem ekki hafa það að markmiði að bæta heiminn, bara Evrópu. Þeir loka á frjáls viðskipti við þriðja heiminn og sjá til þess að halda þeim áfram í fátækt.
Ekki veit ég til þess að aðrar þjóðir td USA ásamt Canada og Mexico hagi sér neitt örðuvísi.. og þurfti ekkert ESB til þar.. Asíu lönd með kína í fararbroddi notfæra sér ástandið í Afríku sér til framdráttar og til þess að tryggja sér ódýr hráefni .. ekkert ESB þar.
Hitt er rétt að ESB er einmitt stofnað til að sjá um hagsmuni EVRÓPU en ekki asíu eða afríku eða suður ameríku... svo þessi rök þín halda varla vatni er það ?
Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 11:48
Þetta er nú ekki að blogga um frétt heldur tilraun til að senda frá sér áróður....en gott og vel.
Gísli Ingvarsson, 31.12.2008 kl. 12:09
Óskar, mín rök halda vel vatni. Það að önnur ríki séu með svipuð bandalög og hegðun í ætt við ESB fellir ekki mín rök. Það bara meira af því sama sem við eigum ekki að styðja.
Þú hlýtur að skilja það sjónarmið að vilja bæta allan heiminn og efla, en ekki bara Evrópu í sinni einangruðu mynd. Við erum t.d. betur tengdir til Bandaríkjanna en flestra landa Evrópu, hvers vegna að taka þátt í blokkamyndun þegar öll dýrin í skóginum geta verið vinir?
Haukur Nikulásson, 31.12.2008 kl. 12:13
Gísli, það er rétt hjá þér. Ég er stanslaust með áróður fyrir því sem ég trúi á og tel ekki af veita. Málið er þó vel tengt umræðunni og á því erindi ofan í alla þá sem hér tala fyrir sjálfstæðisafsali.
Haukur Nikulásson, 31.12.2008 kl. 12:14
Ég get alveg tekið undir það að bæta heiminn Haukur en félagasamtök eru mun betur til þess fallin en hagsmunasamtök á borð við ESB.. Ég td er í litlu verkefni austur í thailandi þar sem ég vil láta gott af mér leiða og bæta heiminn um leið..
Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 12:15
Óskar, eins og oft áður erum við ósammála um ESB, það er hvorugum okkar neitt nýtt.
Ég óska þér gleðilegs árs og vonast eftir áframhaldandi rökræðum á nýju ári.
Haukur Nikulásson, 31.12.2008 kl. 13:34