16.12.2008 | 10:15
Engin lögleg leið til að koma óhæfum stjórnendum frá - Hvað þá?
Það er hefð fyrir því að óhæfir stjórnendur víki ef þeir standa sig illa. Ríkisstjórnin næstum því heilt yfir hefur staðið sig illa. Það á að nægja þeim til að segja af sér og boða til kosninga. Það er nóg til af hæfum sérfræðingum til að taka að sér stjórn efnahagsmála fram að næstu kosningum.
Geir Haarde er hins vegar sekur um meiriháttar afglöp að undirlagi Davíðs Oddssonar yfirformanns og raunverulegs leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann er að mínum dómi samsekur honum í valdníðslu sem kostað hefur þjóðargjaldþrot. Þetta er ásökun sem maður setur ekki fram af neinni léttúð. Næstum öll lagasetning í framhaldi af hruninu hefur verið dómgreindarlaus og beinlínis óheiðarleg.
Núverandi stjórnendur hafa tekið við láni frá IMF til að setja í holurnar sínar fyrst áður en nokkuð af þessu kemur almenningi til góða. Skattgreiðendur á Íslandi eru látnir borga óráðsíu auðmanna og sjálfumgleði stjórnmálamanna sem ætla ekki að taka raunverulegan þátt í niðursveiflunni, aðeins táknrænni með einhverjum 10% kjararýrnum sem er smáskítur hjá því sem almeningur má þola.
Almenningur er löngu búinn að sjá í gegnum spillingarógeðið sem virðumst ekki geta losnað við með löglegum hætti. Hvað er þá til ráða?
Hávær mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
valdníðslan felst í að bankarnir gerðu þetta í skjóli yfirvalda.
Sigurður H (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:29
Bankarnir eru verkamenn Ráðamanna
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:30
Valdníðslan er að þröngva Glitni í gjaldþrot á 4 dögum frá því bankinn bað um lán. Það getur ekki kallast ígrunduð ákvörðun Davíðs og Geirs.
Meira að segja Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra hafði ekki hugmynd um málið fyrr en seint á sunnudegi þegar málið var frágengið af hálfu valdníðinganna. Samt er þess krafist að Björgvin segi af sér, sem er bara þægt peð í þessu máli.
Rannsóknarnefndin sem þeir ætla að skipa á að fá hins vegar heilt ár til að skoða hvort rétt hafi verið að þessu staðið. Skipan rannsóknarnefndar að undirlagi meirihluta þingsins er náttúrulega bara brandari. Þetta mál verður aldrei rannsakað trúðu mér.
Íslendingar eru að vakna upp frá þeirri draumsýn að hér hafi verið lítil sem engin spilling. Raunveruleikinn er hins vegar sá að spilling margra áratuga er að koma upp á yfirborðið núna og það verður þungbært að gera öll þessi mál upp. Það gerist ekki með núverandi valdhöfum sem sjálfir völdu hvaða auðmenn fengu bankana og ríkisfyrirtækin til að gambla með.
Haukur Nikulásson, 16.12.2008 kl. 10:34
Valdníðslan, held ég, felst í því að fjármála eftirlitnu voru setta allta of strangar skorður til að geta sinnt hlutverki sínu. Þær reglur voru settar af stjórnmálamönnum sem voru undir þrýstingi frá auðmönnum og voru því ekki til þess fallnar að þjóna hagsmunum almennings.
Ég hef náttúrulega engar sannanir fyrir þessu en finnst þetta ekki ósennilegt vegna:
1. Kerfið sem átti að passa uppá að svona færi brást algjörlega, ríkistjórnir liðinna ára bera ábyrð á því.
2. Það hefur verið gert annað hvort viljandi (ekki að setja allt á hliðina, heldur að kerfið sé hannað fyrir auðmenn, ekki almenning) eða þá að menn hafi hreinlega ekki haft getu til þess að gera betur.
Finnst ykkur líklegt að ekki hafi verið hægt að gera betur? Nóg var nú víst af fjármálasnillingum í landinu.
Arnór Barkarson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:41
Hvað þá Haukur?
Þrátt fyrir visst bakslag í mótmælunum á austurvelli er þá ekki sjóðbullandi reiði meðal fólks. Er ekki bara ástæðan fyrir því að fækkaði í mótmælunum að fólki fannst þau of friðsamleg og ekki nægilega markviss. Er ekki bara málið að margir vilja róttækari aðgerðir.
Leggja undir sig seðlabankann og fjármálaeftirlitið þangað til skítapakkinu sem þeim stjórna verður vísað á dyr.
Leggja undir sig bankastofnanir þangað til að núverandi bankaráð og skilanefndir gera eitthvað siðlegt og setja alvöru óháða rannsókn í gang.
Eitthvað í þessum dúrnum rétt eins og þessir ágætu mótmælendur þarna standa fyrir akkúrat núna.
Burt með spillingarliðið.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:44
Bylting er orð sem glamrar í höfði margra þessa dagana. Þetta er bara svo djöfull neikvætt fyrirbrigði og stjórnlaust að manni hugnast það ekki. Fólki, sem helst fara að lögum, lifa í friði, sátt og góðri almennri reglu, er illa við slík örþrifaráð. Og þess vegna er áfram spurningin, hvað er orðið illskást í stöðunni?
Haukur Nikulásson, 16.12.2008 kl. 11:14