14.12.2008 | 21:49
Aldrei þótt fallegt að hengja bakara fyrir smið
Ég skil ekki þær vangaveltur að Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson séu mestu sökudólgarnir í okkar séríslenska bankahruni og eftirleiknum.
Það eru fyrst og fremst Davíð Oddsson og Geir H. Haarde sem bera ábyrgð á því öllu saman. Það þarf enginn að efast lengur um að Davíð stjórnar Geir algerlega, enda skipaði hann Geir að koma degi fyrr frá New York til að láta hann stimpla hefndarsparkið sitt í Jón Ásgeir og Glitni aðeins 4 dögum eftir að Glitnir bað um lán hjá Seðlabankanum. Það þarf enga rannsókn til að staðfesta þessa atburðarás og hún er glæpur gegn þjóðinni, ekkert minna. Þeir sem halda öðru fram eru í feluleik, meðvirkni eða klárri afneitun fyrir sitt fólk.
Það sefar ekki reiða íslendinga að fórna óvirkum smápeðum eins og Árna og Björgvini það get ég fullvissað ykkur um.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
enn og aftur erum við sammála Haukur.
Óskar Þorkelsson, 14.12.2008 kl. 22:14
Það er ótrúleg lágkúra, því miður landlæg, að æpa eins og kellingar á ábyrgð stjórnmálamanna, fjármálaeftirlits og seðlabanka á bankahruninu. Það er borðleggjandi,að hérlendis sem og annarsstaðar í bankaheiminum, hafa óprúttnir aðilar komið sér í aðstöðu,í gegnum eignarhald á bönkunum, að nokkurnvegin tæma bankana í gegnum fyrirtæki sín sem til skamms tíma voru almenningshlutafélög Stoðir(FL group), 365, Teymi, o.fl. látið lífeyrissjóði landsmanna fjárfesta í ruglinu skrúfað þetta allt farið með arðgreiðslur út úr landinu í off-shore félög víðsvegar um heiminn. reynt að skýla og breiða yfir transaksjónirnar eins og mögulegt er. Það væri vænlegra að siga skrílinum á ræningjana sem í raun rændu þá. Stilla sér upp fyrir framan Túngötu 6 og spyrja hvar peningarnir eru, frekar en á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið, þar er ekkert að hafa. Auðvitað er það ljóst að regluverkið til að stöðva rányrkjuna er bilað og þarf að setja skýlausari reglur á Alþingi og eflaust hafa bæði stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar gert skyssur, en fyrst og fremst hljóta sjónir fólksins að beinast að misindismönnunum sjálfum krafan hlýtur að vera sú að fá siðlausa fjárglæfri þeirra upplýsta.
Óttar Felix Hauksson, 14.12.2008 kl. 22:18
Óttar, ábyrgðin er hjá stjórnmálamönnunum. Davíð og félagar hleyptu þessu öllu lausu í nafni frjálshyggju og einkavæðingar. Þeir skópu regluverkið, settu lögin, skipuðu eftirlitsstofnanirnar, og handvöldu sjálfir auðmennina sem þeir afhentu bankana og ríkisfyrirtækin.
Stjórnmálamennirnir bera fyrst ábyrgð, svo auðmennirni. Það er rétta röðin í dæminu. Það kemur að því að auðmennirnir svarir fyrir sínar gjörðir. Um það er ég viss líka.
En fyrst ætla ég að æpa eins og kelling á stjórnmálamennina. Þegar vitlegt lið er komið þar í brúna er hægt að rannsaka hitt á eftir. Það gerist ekki fyrr vegna þess að sameiginlega dæmi þessara kalla er of ljótt til að þola dagsljós.
Orsakir og afleiðingar eru í réttri röð sem mér finnst þú forðast að horfast í augu við Óttar, líklega vegna blindrar aðdáunar þinnar á íhaldinu. Ég vaknaði frá íhaldstrúnni, þér er alveg óhætt að fara hugsa sjálfstætt líka.
Haukur Nikulásson, 15.12.2008 kl. 07:26
Haukur, frjálshyggja og/eða einkavæðing er alls ekki af hinu illa, þó svo að víða hafi verið mölbrotinn pottur í einkavæðingarferlinu hérlendis. En ef markmiðið hjá Davíð hefði verið frá upphafi að koma Glitni í þrot hefði ríkið aldrei gert yfirtökutilboðið - þjóðnýting hefði farið fram med det samme. Eins og ég hef áður sagt, og dæmin frá útlöndum sanna, fjórir dagar eru langur tími í banka. Það hefðu stjórnarmenn bankans átt að vita og ekki átt að láta dag eftir dag líða án þess að taka afstöðu til tilboðs ríkisins.
En það er ekki hægt að kenna stjórnmálamönnum og einkavæðingu um eitthvað sem fram fór í Glitni - var Glitnir, áður Íslandsbanki, einhverntíma í eigu ríkisins? Það er erfitt að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir eitthvað sem eigendur stórfyrirtækja gera - sérstaklega þegar stórfyrirtækin starfa ekki bara eftir lögum lands heldur alþjóðlegum reglum.
Ingvar Valgeirsson, 15.12.2008 kl. 15:08
Ég er í sjálfu sér ekki á móti einkavæðingu sem slíkri. Hér á landi reyndist hún bara vera spillingin uppmáluð og er orðið á flestra vitorði. Það hafa meira að segja fallið dómar í þá veru t.d. einkavæðing IAV þar sem formaður einkavæðingarnefndar var líka stjórnarmaður IAV og endaði sem kaupandi.
Enn og aftur ítreka ég það sem ég hef áður sagt. ENGINN hefði sætt sig við gjaldþrotameðferð á 4 dögum. Slíkt er óhugsandi í öllum tilvikum, líka hjá banka þar sem vandlega þarf að fara yfir málin. Það er hártogun af versta tagi meðal stjórnvalda að geta sett banka á hausinn á 4 dögum en ætla að gefa rannsóknarnefnd heilt ár til að komast að því hvort einhver gerði rangt í því! - Hvaða glæta er í hér á ferðinni?
Ingvar, þú ferð sömu leið og Óttar, það voru stjórnmálamennirnir sem réðu leiknum, ekki auðmennirnir í stórfyrirtækjunum. Þú ætlar líka að horfa framhjá því að stjórnmálamennirnir völdu hvaða auðmenn fengu bestu bitana. Þeir bera því upphaflega ábyrgð á því sem gerist hvað sem tautar og raular.
Stjórnvöld og eftirlitsaðilar voru sinnulaus í þessu öllu saman. Bara sá þátturinn er brottrekstrarsök hjá þeim. Þið hljótið að geta samþykkt það. Tengsl stjórnmálamann og auðmanna gera þá alla óhæfa til að starfa við einhverjar björgunaraðgerðir.
Eins og áður er göfugt að verja málstað sinna manna Ingvar, fyrir 3 árum hefði ég líklega gert það sama hefði ég ekki fengið vöknun úr íhaldsspillingunni.
Haukur Nikulásson, 15.12.2008 kl. 17:46
Ég er alls ekki að verja málstað neins - í pólítík hef ég eiginlega ekki málstað þannig séð. Jú, ég hef kosið einn flokk oftar en aðra, meira af því ég leit á hann sem illskásta kostinn. Eins sorglegt og það er virðist hann enn þann dag í dag ekki svo langt frá því.
En, jú, það er rétt að 4 dagar eru ekki langur tími. Mun lengri tími í bankaviðskiptum en öðrum, þar gerast hlutirnir víst hraðar en annarsstaðar. En ef bankinn hefði ekki verið tekinn - hefðum við þá ekki blótað einhverjum í sand og ösku seinna fyrir að hafa ekki stoppað þá af fyrr?
Reyndar fannst mér fyrst að Björgvin ætti að segja af sér. Skömmu seinna fannst mér að Ingibjörg ætti að segja af sér af því hún var ekki búin að láta Björgvin fara. Nú er farið að örla á reiði út í forsætisráðherrann fyrir að hafa ekki gert eitthvað sjálfur í því máli.
En við erum eflaust sammála um að það sem þarf er talsverð breyting á alþingi og kosningum til þess. Þingmönnum má fækka og kjósa þá inn einn og einn en ekki í flokkum. Skömm að því að ef maður t.d. vill að Sigurður Kári komist á þing er maður í leiðinni að stuðla að öruggri kosningu Árna Johnsen (bara til að taka dæmi). Þessu þarf að breyta.
Ingvar Valgeirsson, 15.12.2008 kl. 19:53
Verst Haukur að það skiftir engu máli hvað þér eða mér finnst. Þeim finnst þessi "fórn" nægjanleg og þar við situr.
Sverrir Einarsson, 16.12.2008 kl. 07:02