Samfylking lætur þetta hverfa fljótlega líka

Þetta er hluti af ræðu Árna Páls Árnasonar á framboðsfundi Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar. Þetta myndskeið er af Youtube síðu Samfylkingarinnar: Samfo2007.

Árni Páll hlýtur að vilja þetta burt með sama hætti og Björgvin G. Sigurðsson lét mærðarbull sitt um íslensku útrásina hverfa af vefnum sínum.

Aðspurður um óskaríkisstjórn sína segir Árni þessi ótrúlegu gullkorn:

"...ég sé ekki fyrir mér að við nýtum okkar afl í ríkisstjórn til að halda fram málstað vinstri grænna, hjálpa þeim að halda áfram sínu langdregna væli um vonsku heimsins. Hjálpa þeim að segja upp EES samningnum eða hrekja bankana úr landi. Það er alveg ljóst!"  - Líklega veit Árni Páll betur nú að hann hefði átt að hjálpa vinstri grænum, bankarnir hefðu þá a.m.k. ekki komið í hausinn á íslenskri þjóð og valdið þjóðargjaldþroti.

Og áfram hélt Árni Páll: 

"Ég sé ekki heldur fyrir mér að við eyðum okkar afli til að taka við af Framsóknarflokknum sem hjálpardekk íhaldsins og vinna áfram skemmdarverk á íslensku samfélagi, auka misskiptingu og grafa undan velferðarkerfinu."  - Árni Páll, ef einhver annar ætti í hlut værir þú búinn að krefjast þess að einhver segði af sér vegna slælegrar orðheldni, ekki satt? Þið genguð lengra: Þið settuð ísland hreinlega á hausinn með íhaldinu. Þessi málflutningur Árna Páls er eiginlega Íslandsmet í lítilli framsýni svo vægt sé til orða tekið.

Ég kaus Samfylkinguna síðast til að losa mig frá íhaldinu sem ég hafði kosið alltaf fram að því. Miðað við orð Árna mátti ég vera í góðri trú eða hvað?

Þetta myndskeið er viljandi vistað undir flokknum Spaugilegt en ætti að vera undir Bjánahrollur.

 


mbl.is Austurvöllur fyrr og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

jæja..... það var nefnilega það. Aula- og bjánahrollur er réttnefni.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.11.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vertu nú ekki að kenna EES um okkar eigin heimsku. Við höfðum fullt vald til að hafa sér reglur og eftirlit umfram samninginn um EES. Bendi á t.d. aðgerðir Breta nú. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur á móti með á stefnuskrá sinni frá Landsfundi 2007 að draga úr regluverki og eftirliti og taldi að innra eftirlit fjármálastofnana væri nóg. Bendi t.d. á af nám bindiskildu og fjársvellt fjármálaeftirlit.

Sé ekki í fljótu bragði að afhverju að EES hafi skapað okkur þetta. Nema þá að þig dreymi um að viðskipti okkar við útlönd væri áfram eins og var handstýrt og markað af höftum. Þá væru ekki í dag hér nokkrir háskólar, fólk ennþá inn á skrifstofum hjá bankastjórum að reyna að öngla saman í lán. Fiskurinn seldur á láguverði til Bandaríkjana.

Ég held að við getum ekki kennt nokkrum örðum um nema okkar heimsku og stöðu mála í heiminum hvernig fór.  Við gáfum bankana til manna sem kunnu ekkert með þá að fara. Fylgdumst ekkert með þeim. Og í stað þess að safna í sjóði til mörguárana slepptum við okkur í neyslu og framkvæmdir. Stjórnvöld hreyktu sér af því að vera búin að gera ríkissjóð nær skuldlausa í stað þess að standa aðeins á bremsunni allan þennan tíma greiða bara óhagstæð lán upp en leggja annan sparnað í gjaldeyrisvarasjóð. Heimilinn gerðu nú sitt líka. Þau ruku í skuldsetningar til að auka neysluna í stað þess að gera eins og Ingólfur hjá spara bendir á að leggja til hliðar og spara fyrir hlutunum. Hér höfðum við alla burði til þess að leggja umtalsverða fjármuni til hliðar en gerðum það ekki. Legg áherslu á við, því ég gerði það ekki heldur.  Ég keypti mér bíl á erlendu láni sem nú hefur hækkað um helming vegna falls krónunar. Ég átti pening í sumar og hefði getað greitt það upp en ákvað að fara í utanlandsferð og keypti mér heimabió og sjónvarp.

Og hver er það sem er nú að vernda velferðarkerfið eins hún getur nema Jóhanna sem er jú frá Samfylkingunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.11.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki veit ég hvað þú ert að lesa Magnús, ég er ekki kenna EES um eitt eða neitt! Hvernig í veröldinni færðu það út?

Ég skal alveg bera með þér blak af Jóhönnu, hún gerir það sem hún getur, en má sín ekki við margnum í annars handónýtri ríkisstjórn.

Það stendur hins vegar bjargfast: Samfylkingin sveik eina kosningaloforðið sem ég vilda sjá efnt og það var að fá íhaldið út úr rikisstjórn. Þau svik eru verulega dýrkeypt í ljósi síðustu atburða.

Haukur Nikulásson, 26.11.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það stendur hins vegar bjargfast: Samfylkingin sveik eina kosningaloforðið sem ég vilda sjá efnt og það var að fá íhaldið út úr rikisstjórn. Þau svik eru verulega dýrkeypt í ljósi síðustu atburða.

algerlega sammála þér Haukur og ég hef sagt við litlar undirtektir margra bloggvina minna ða þessi ríkisstjórn er sú aumasta frá stofnun lýðveldisins.

og.. við erum enn á listanum hans bush.. takk fyrir það kosningaloforðasvik Solla stirða 

Óskar Þorkelsson, 26.11.2008 kl. 17:13

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband