Samfylkingin stóð að stórþjófnaði á Alþingi

Það ætlar seint að takast að sannfæra sumt fólk (lesist: Þingmenn og ríkisstjórn) um að það gerðist sekt um stórþjófnað þegar neyrðarlögin voru sett á Alþingi.

Mér sýnist sem þjóðin sé almennt að verða meðvituð um að það gengur ekki að ríkisstjórn og Alþingi sýni það dæmalausa fordæmi í sögunni að stela öllum bitastæðum eignum bankanna og starfsemi þeirra og fleygja erlendu skuldunum.

Ríkisstjórnin ætlar að samt að láta almenning greiða allar skuldir sínar til nýju bankanna eins og ekkert hafi breyst.

Eftir að Davíð Oddsson teymdi stjórnina í að fella Glitni hafa allar aðrar ákvarðanir þessarar stjórnar verið tóm vitleysa. Allar siðmenntaðar þjóðir í kringum okkur hafa vitað þetta og sett okkur stólinn fyrir dyrnar. Ísland varð að heimsatlægi og er nú smáð um allan heim.

"Björgunarleiðangur" Geirs og Sollu er bara brandari. Samfylkingarfólk á fyrir löngu að vera búið að sjá í gegnum þetta og koma því til leiðar að skipt verði um stjórn án nokkurrar tafar. 


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Smáfylkingarfólk mun engu koma til leiðar og allra síst því að skipt verði um stjórn eða boðað til kosninga. Solla svikari er búin að sýna sitt rétta andlit með því að standa að skítamixinu um eftirlaunalaugin þar sem betur eru fest í sessi forréttindi ráðherrahyskisins og þeirra nóta. Solla svikari er að leika sama leikinn og Ceaucescu Oddsson hefur alltaf gert í sjálfstæðisflokknum en það er að fífla flokksfélaga sína og draga þá á asnaeyrunum fram og aftur til að þóknast sjálfstæðisflokknum og treysta eigin rasslímingu við ráðherrastól. Nú er komið á daginn að Solla svikari ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um að afnema eftirlaunaósómann. Hún ætti nú að stíga skrefið til fulls og ganga í sjálfstæðisflokkinn, þar á hún heima með hina glæpahyskinu!

corvus corax, 22.11.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Haukur

Óskar Þorkelsson, 22.11.2008 kl. 12:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband