Ekki endilega sanngjörn gjaldtaka

Það er ekkert sjálfsagt við það að vera með sérstaka gjaldtöku af nagladekkjunum sjálfum þegar við erum sum sem keyrum t.d. undir 8000 km á ári. Það væri þá nær að haga gjaldtöku hreinlega eftir eknum kílómetrum en ekki að refsa þeim sem vilja öryggi í akstri sem oft á tíðum er mjög lítill.
mbl.is Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Samt alveg hægt að banna nagladekk innanbæjar nema í des, jan og feb.

Í staðinn væri hægt að skipta frítt um dekk fyrir mann við borgarmörkinn.

Einu mánuðirnir sem ég nota Nagladekk.

Það eru til virkilega góð heilsársdekk sem menn láta sér nægja um alla Evrópu og USA.

Svo er sniðugt að vera með fjórhjóladrif sem hægt er að taka af á Íslandi.

Meira af fríum strætó, lítil umferð eftir ef allir fara til og frá vinnu og skóla í strætó.

En minn kostnaður við bílinn er 100 í bensín og 100 í tryggingar á ári. Aukakostnaður við að keyra í vinnuna er bara bensínið.  Það er 640ml eða 96kr. fram og tilbaka.

Johnny Bravo, 12.11.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er alveg nægur skattur innheimtur af bílum og öllu sem þeim tengist. Það þarf ekki að auka skattheimtu af bílum, það þarf bara að fara betur með það fé sem innheimt er, held ég.

Ingvar Valgeirsson, 12.11.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er ekki til neitt sem heitir heilsársdekk.. þetta eru bara sumardekk með regnmunstri.

Óskar Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Landi

Já já sekta eða taka aukagjald fyrir ja bara allt saman,á ekki að rukka mann fyrir að anda líka.Hvernig er það fær þá Lögreglan þetta gjald niðurgreitt eða strætó.Svo er annað að þó fólk búi í reykjavík þá sækir það kannsk vinnu lengra en út fyrir garðinn sinn og jafnvel fyrir utan reykjavík.Þetta gatnahverfi hérna í bænum býður stundum ekki uppá annað en að vera á nagladekkjum.

Það er ekki séns að ég fari að borga þetta aukagjald,ekki eitt cent né krónu..

Landi, 12.11.2008 kl. 17:31

5 identicon

Rangt, þetta eru vetrardekk og spænast hratt á þurru malbiki enda mýkra gúmmí í þeim.

En að fullri alvöru þá eru teknir þokkalega háir tollar af nöglunum við innflutning, eða þannig var það allavega þegar ég var að vinna við þetta.

Hvað varðar að aka á sumardekkjum í desember þá myndi ég halda að bíllinn teldist vanbúinn ef um árekstur í hálku væri að ræða.

kv

Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband