Ísland ER gjaldþrota og stjórnin gæti fallið í dag

Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með þetta. Ísland á ekki þá a.m.k. 10.000 milljarða sem það skuldar í gegnum bankakerfið. Hér eftir er bara um það eitt að ræða að sætta sig við orðinn hlut í þeim efnum og byrja bara upp á nýtt.

Að auki er kominn tími á að skipta út stjórninni, hún var hvort eð er bara fær um að eyða lánsfénu og sukka með bönkunum.

Ég tel það alveg kýrskýrt í mínum huga að ef IMF hafnar því að ganga frá láninu í dag til Íslands þá er ríkisstjórnin fallin. Þá er ekkert í spilunum nema utanþingsstjórn eða í versta falli blönduð þjóðstjórn á meðan málunum er komið í gang að nýju. 


mbl.is Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála þessu. Það er meira að segja brostinn á flótti hjá mörgum Sjálfstæðismönnum hér á blogginu þannig að það er sennilega ekki lengur neitt ægivald sem þeir hafa yfir flokksmönnum.

Utanþingsstjórn er krafan! Stjórnmálaflokkarnir eru allir sekir!

 Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!

Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2008 kl. 11:55

2 identicon

Ég held að þetta sé rangt hjá þér. Ég held líka að IMF hafni láninu, en ég held ekki að ríkisstjórnin fari neitt. Ennfremur held ég að Íslendingar munu mótmæla því harðlega að hún sitji áfram, en að hún geri það nú bara samt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband