Hvað þarf marga viðskiptafræðinga til að ...

... reka eitt viðskiptablað?

Hæðni mín er hér lítt afsakanleg og ég biðst afsökunar. Mér mjög leitt að sjá fyrirtækið í erfiðleikum en þetta endurspeglar samt hvað sérfræðikunnáttan ristir í raun grunnt þegar á reynir.

Þetta á líka við um alla þá sérfræðinga sem áttu að vera færir um að setja regluverk og hafa eftirlit með því að Ísland væri vel rekið samfélag. Hlutfallslega erum við með eitt hæsta hlutfall í heimi i fjölda starfa á þingi, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og bönkunum.

Maður hlýtur að spyrja: Hvað var allt þetta fólk að gera? 


mbl.is Framtíðarsýn í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þú skulir gleðjast yfir óförum annarra. En ef þú hefðir lesið blaðið hefðir þú e.t.v. séð að blaðið fjallaði um allt atvinnulíf á Íslandi, ekki bara fjármálageirann.

Það þarf ekki viðskiptafræðinga til þess.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ljótt að segja það en mér datt þetta í hug líka. En þetta segir allt sem segja þarf. Og fyrirsögn fréttarinar er líka mergjuð. Af þvi fyrirtækið heitir "Framtíðarsýn" og má yfirfæra yfir á sýn okkar á framtíðina. Framtíðarsýn í greiðslustöðvun

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já spurningin er: Hvað var allt þetta fólk að gera? Það var allavega ekki að vinna fyrir laununum sínum.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gísli, þú málar mig verri en ég er. Ég gleðst ekki yfir óförum Viðskiptablaðsins. Þetta er bara skítlegur húmor hjá mér í líkingu við blankur banki.

Haukur Nikulásson, 10.11.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Hagbarður

Það er dapurlegt að sjá á eftir góðu blaði en eflaust eigum við eftir að sjá mörg góð fyrirtæki rúlla á næstu vikum og mánuðum. Kannski er framtíðin í greiðslustöðvun eða jafnvel gjaldþrota. Það er kannski ekki heldur undarlegt. Við höfum farið illa með það sem við eigum og hreinlega látið ljúga af okkur í of langan tíma. Við höfum gefið fiskveiðiauðlindina til fámenns útvalins hóps og ekki nema að litlu leyti notið afrakstur hennar. Við höfum virkjað með of lítilli arðsemi þannig að raforkuverðið dugar varla fyrir vöxtum og afborgunum af erlendum lánum Landsvirkjunar. Við höfum í marga áratugi ráðið fólk til starfa hjá ríkinu með rétt flokksskírteini og látið hæfi einstaklinga lönd og leið. Það er ekki furða þó að illa fari. Við eru núna að súpa seyðið af öllu þessu og ekki ósennilegt að lífskjörin til næstu framtíðar verði svipuð og er á Balkanlöndunum.

Hagbarður, 10.11.2008 kl. 11:27

6 Smámynd: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

Ég viðurkenni fúslega að ég glotti út í annað yfir þessari bloggfærslu. Eins og Haukur gleðst ég ekki yfir óförunum, en get samt séð það spaugilega í þessu. Rétt eins og að sjá það spaugilega í bankarhruninu. Þó að hlutirnir séu slæmir og alvarlegir, verður að vera hægt að brosa yfir þeim, ekki satt?

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Viðskiptablaðið er jú bara eins og önnur kompaní, ganga ef það koma meiri peningar inn en fara út. Líkt og þú væntanlega veist er samkeppnisumhverfið í fjölmiðlageiranum erfitt og allir aðrir fjölmiðlar annaðhvort á hendi auðmanna eða Ríkisins.

Viðskiptablaðið er hinsvegar það blað sem ég treysti best allra fjölmiðla á Íslandi og stórskaði ef það rúllar yfirum. Vona að það gerist ekki, þó svo maður sé ekkert að drepast úr bjartsýni.

Ingvar Valgeirsson, 10.11.2008 kl. 15:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband