28.10.2008 | 09:48
Seðlabankinn stundar efnahagslegt hryðjuverk gegn þjóðinni
Það dettur engum í hug að gefast upp með rekstur heillar þjóðar í kreppu... nema Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir eru til þess að halda því inni að jöklabréfin séu ekki öll rifin út en það hefur bara ekki tilgang lengur. Það treystir þessu enginn lengur, þau verða öll innleyst með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að krónan sekkur enn dýpra.
Það á að koma öllum mistökum og röngu ákvörðunum Davíðs og Geirs á herðar þess hluta þjóðarinnar sem ekki ber ábyrgð á þeim efnahagshörmungum sem nú ríða yfir þjóðina og eru séríslensk viðbót á heimskreppuna.
Hversu lengi á að halda úti handónýtri stjórn peningamála? Það er ekki aðeins búið að setja þessi mál í rúst og nú er unnið að því... að kveikja enn frekari elda í rústunum.
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Hvað veistu um stýrivexti?
Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.
Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.
Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.
Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.
Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.
Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.
Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.
Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:10
Ég veit nóg um stýrivexti til að vita að það eru til aðrar leiðir til að tempra útlán og tilheyrandi þenslu Mr. Bravo. Ein þeirra heitir bindiskylda. Lán frá IMF þarf ekki að þýða að allt verði fljótandi í útlánum, þeim er hægt að stjórna. Háir stýrivextir liggja eins og mara á öllum venjulegum íslenskum skuldurum sem eiga þetta bara ekki skilið og allra síst þegar ríkið er búið að hirða þessar kröfur á okkur með kennitöluflakksósóma með neyðarlögum (það á eftir að reyna á þessi lög reyndar). Þú veist væntanlega að ríkið mun ekki greiða erlendum kröfuhöfum bankanna sem lögðu til lánsféð sem við eigum að borga til baka.
Það er ekki í spilunum að sjá fram á lækkun verðbólgu á næstunni, ég held að þú megir alveg bóka það.
Það er óhugguleg staðreynd að sama liðið og kom þjóðinni á hausinn ætlar að velja úr hverjir séu nógu góðir til að bjarga og hverjum ekki.
Haukur Nikulásson, 28.10.2008 kl. 10:21
Nú stjórnar IMF. Afnema verðtrygginguna strax!
Tori, 28.10.2008 kl. 10:50
Skorrdal.. lýðræðið hvarf í bálinu.. IMF ræður í dag Seðlabankanum. fullveldið komið til USA í stað Brussel.. eru ekki allir ánægðir með það ?
Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 12:24
Samningurinn við IMF gengur útá það hér eins og annarsstaðar. Þið (ríkisstjórnin) samþykkið að við (IMF) ráðum!
Einfalt.
Tori, 28.10.2008 kl. 13:18
Þetta er slæmt fyrir skuldara, en að sama skapi gott fyrir menn sem eiga pening, eins og t.d. ég! Milljónirnar mínar hækka skemmtilega í 18% vöxtum...
Sigurjón, 30.10.2008 kl. 02:01