21.10.2008 | 12:30
Krafa um fyrirvaralausar kosningar er eðlileg
Það er alvarlegur tvískinnungur fólginn í því að stjórnmálamenn óski eftir friði til að "vinna" þegar þeir eru sekir um nákvæmlega sama sinnuleysið og bankastjórarnir og "útrásarmennirnir" sem sumir þeirra reka og rægja nú um stundir.
Stjórnmálamennirnir í ríkisstjórninni (a.m.k. sumir þeirra) eru jafnsekir um að hafa siglt Íslandi í strand og þá er eðlilegt að þeir séu látnir axla ábyrgð og fara líkt og hinir. Stjórnin hefur verið sinnulaus og skeytingarlaus um aðvaranir og það verður ekki af þeim skafið að hafa ekki fengið nóg af þeim. Auk þess hafa þeir haft aðgang að sérsfræðingum sem ekki hefur verið tekið nokkurt mark á. Það má vera flestum umhugsunarefni hvernig það var réttlætt að þingmenn væru í einhvers konar "leyfum" hátt í sjö mánuði á ári ásamt heilum her aðstoðarmanna!
Nýliðun í stjórnmálum hefur hins vegar verið gerð illmöguleg vegna þess að núverandi stjórnmálaflokkar settu lög sem styrkja þá í sessi með hundruð milljóna fjárframlögum úr ríkissjóði. Það hlýtur hver maður að sjá hvers konar óhæfuverk gegn lýðræðinu var unnið með þeim spillingarlögum. Allir núverandi flokkar á Alþingi eru samsekir í þessu efni.
Auk þess er sjálfsdekrið í formi eftirlaunafrumvarpsins illræmda enn við lýði og því virðist ekkert fá þokað þrátt fyrir háværa gagnrýni úr samfélaginu. Það hentar bara ekki sjálfhverfu þingi að eiga neitt við þann óþverragjörning.
Fullur skipstjóri er ekki látinn sigla af strandstað. Ríkisstjórn sem hefur komið okkur á hausinn er ekki sú sem á að leiða uppbygginguna. Nú mega aðrir taka við.
Ég ætla ekki að lýsa ALLA þingmenn og ráðherra óhæfa en óhjákvæmilega er kominn tími á að grysja út þá sem voru í stjórnmálum eingöngu í eiginhagsmuna- og auðgunarskyni.
Engin óaðgengileg skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Fullkomnlega sammala. Gleymdu ekki ad allar fyrirgreidslur fra ødrum løndum hafa verid frystar a medan nuverandi radamenn eru vid vøld. Their eru ekki hatt skrifadir erlendis eftir fylliri sidustu ara. Og svo erum vid a thessari øgurstundu ad lata tha gera samninga a afarkostum fyrir framtid thjodarinnar. Erlendis skilur engin i thessum undirlægjuhætti heillar thjodar!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:59
Takk Fyrir Þetta Haukur Góð lesning
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:12
Sko þetta er mikið rétt og ,þjóðin verður að fá að segja sitt i kosningum/þá á að kjósa um menn en ekki flokka/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 21.10.2008 kl. 15:31