Egill Helgason varð sjálfum sér til skammar í nornaveiðum

Ef menn ætla að slá sig til riddara meðal þjóðarinnar með því að taka "útrásarvíkinga" af lífi í beinni útsendingu er betra að þeir hafi kynnt sér málin í fyrsta lagi, haldi ró sinni, hrópi ekki hálfgerð ókvæðisorð að viðmælandanum og leyfi þeim örlítið að tjá sig. Hafi maður vonast eftir því að fá svör við vitrænum spurningum þá eyðilagði Egill það með vanhæfni sinni.

Egill Helgason var svo stjórnlaus í eigin þætti að hann kvaddi Jón Ásgeir í fýlu en hélt svo áfram viðræðunni.

Nú geta menn spurt sig: Hvor fékk betri meðferð hjá RÚV: Davíð eða Jón Ásgeir? 


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svarið við síðustu spurningunni er augljós.. Davíð !! 

annars nokkuð sammála ´þér með Egill varðandi JÁJ 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála þér með frammíköllin, viðtalið var af allt öðrum toga en við hina tvo á undan. Samt sem áður var Egill að bera fram margar spurningar sem margir á Íslandi hafa velt fyrir sér. Það er samt alveg lágmark að leyfa mönnum að komast að, þótt menn séu "ekki sammála".

Garðar Valur Hallfreðsson, 12.10.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

það er stutt síðan ég missti allt álit á Agli eftir ómálefnalegar bloggfærslur þar sem hann hraunaði yfir Fjölmiðlanámið við Háskólan á Akureyri. Ekki batnaði það svo í Silfrinu þegar hann ræddi við Jón Ásgeir. Ruddaleg framkoma og kjánalegar spurningar að mestu leyti. Egill kom alveg með ágætis spurningar á köflum en Jón Ásgeir stóð sig vel og lét þetta rugl ekki á sig fá. Mætti meira halda eins og Egill væri að hefna sín á þeim.

Til að svara spurningunni þá er það Davíð.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 13.10.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er bara með ólíkindum hvað allt samfélagið er meðvirkt með Davíð og þar eru fjölmiðlarnir síst undanskildir. Það er von mín og bjargföst trú að meirihluti þjóðarinnar fari að vakna upp af aðdáunarvímunni á þessu nátttrölli sem Davíð í rauninni er. Er ekki of ljótt að tala um að hann sé ofvirkur með athyglisbrest?? Það er kannski þess vegna sem honum er sýnd sú samúð og stuðningur sem hann nýtur enn þrátt fyrir allt?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband