5 ára reykingabindindi fagnað - með stórum vindli?

Í dag eru fimm ár síðan ég hætti að reykja. Sé það skoðað með augum einhvers annars er þetta hvorki mikill áfangi né afrek. Það eru núna fimm ár síðan ég fullvissaði sjálfan mig um að það væri hrein og klár heimska að soga ofan í sig eitur með þessum hætti.

Þetta er hins vegar hægara sagt en gert og það vita alvöru tóbaksfíklar. Eftir á að hyggja taldi ég mig berjast við tóbaksfíknina á 10 sekúndna fresti allan minn vökutíma í heilan mánuð! Eftir það fékk maður einhver löngunarhlé. Ég var áður búinn að reyna plástra sem ollu bara svima og ég ákvað þá að nú skyldi þetta tekið bara "cold turkey". Það hefur gengið til þessa dags.

Eitt af því helsta sem ég sakna er að eiga ekki í fórum mínum þær tvær milljónir króna sem ég ætti að hafa sparað með því að hætta að reykja. Ef einhver hefur rekist á þær mætti viðkomandi koma þeim til skila. Í staðinn skal ég glaður skila 10 kílóunum sem óvart settust utan á mig.

Eftir að maður náði sér út úr virkri tóbaksfíkn er ég líka orðinn þess fullviss að sumir eigi svo bágt með að láta undan ríkisrekinni eiturbyrlun að það ætti að banna tóbaksnotkun með lögum. Forræðishyggja í þeim efnum sé jafn réttlætanleg og þeirri að skikka menn til að aka hægra megin í umferðinni.

Vindillinn að þessu sinni verður úr súkkulaði og karamellu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju Haukur með áfangana!!!,eg hefi aldrei reykt en gæti samt lagt ein 30 kg i bankann/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.9.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ætli milljónirnar tvær hafi ekki bara farið í nammi?

Ingvar Valgeirsson, 29.9.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir góðar óskir Halli.

Tvær millur í nammi...? Hmmm... Varla fékk ég 10 kílóin ókeypis.

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Til lukku, vona að ég verði svona staðföst bráðlega.

Marta Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Sigurjón

Til hamingju með árin 5.  Það er 3 og hálft hjá mér...

Sigurjón, 1.10.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Til lukku með árangurinn, bloggvinur góður; ég ber ómælda virðingu fyrir fólki sem brýst frá því að vera bundið á höndum og fótum af tóbaksfíkn og til betra lífs. Ég þekki þetta sem betur fer ekki af eigin raun en hef séð hversu forfallið fólk getur orðið. Ég á þrjá mjög góða vini sem reyktu öll talsvert en eru hætt í dag, og þau eru sammála um að það þýði ekki að trappa sig niður eða plástra á sér rassinn. Það verði bara að klippa á ósiðinn, feisa músíkina sem kaldur kjúlli í einhvern tíma og afeitra sig með hörku.

Flott hjá þér!

Jón Agnar Ólason, 1.10.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég man ekki eftir að hafa séð þig reykja í gamla daga Haukur

Til hamingju með afmælið!

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2008 kl. 21:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband