29.9.2008 | 13:29
5 ára reykingabindindi fagnað - með stórum vindli?
Í dag eru fimm ár síðan ég hætti að reykja. Sé það skoðað með augum einhvers annars er þetta hvorki mikill áfangi né afrek. Það eru núna fimm ár síðan ég fullvissaði sjálfan mig um að það væri hrein og klár heimska að soga ofan í sig eitur með þessum hætti.
Þetta er hins vegar hægara sagt en gert og það vita alvöru tóbaksfíklar. Eftir á að hyggja taldi ég mig berjast við tóbaksfíknina á 10 sekúndna fresti allan minn vökutíma í heilan mánuð! Eftir það fékk maður einhver löngunarhlé. Ég var áður búinn að reyna plástra sem ollu bara svima og ég ákvað þá að nú skyldi þetta tekið bara "cold turkey". Það hefur gengið til þessa dags.
Eitt af því helsta sem ég sakna er að eiga ekki í fórum mínum þær tvær milljónir króna sem ég ætti að hafa sparað með því að hætta að reykja. Ef einhver hefur rekist á þær mætti viðkomandi koma þeim til skila. Í staðinn skal ég glaður skila 10 kílóunum sem óvart settust utan á mig.
Eftir að maður náði sér út úr virkri tóbaksfíkn er ég líka orðinn þess fullviss að sumir eigi svo bágt með að láta undan ríkisrekinni eiturbyrlun að það ætti að banna tóbaksnotkun með lögum. Forræðishyggja í þeim efnum sé jafn réttlætanleg og þeirri að skikka menn til að aka hægra megin í umferðinni.
Vindillinn að þessu sinni verður úr súkkulaði og karamellu.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Til hamingju Haukur með áfangana!!!,eg hefi aldrei reykt en gæti samt lagt ein 30 kg i bankann/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.9.2008 kl. 13:49
Ætli milljónirnar tvær hafi ekki bara farið í nammi?
Ingvar Valgeirsson, 29.9.2008 kl. 15:33
Takk fyrir góðar óskir Halli.
Tvær millur í nammi...? Hmmm... Varla fékk ég 10 kílóin ókeypis.
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 15:37
Til lukku, vona að ég verði svona staðföst bráðlega.
Marta Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:12
Til hamingju með árin 5. Það er 3 og hálft hjá mér...
Sigurjón, 1.10.2008 kl. 00:18
Til lukku með árangurinn, bloggvinur góður; ég ber ómælda virðingu fyrir fólki sem brýst frá því að vera bundið á höndum og fótum af tóbaksfíkn og til betra lífs. Ég þekki þetta sem betur fer ekki af eigin raun en hef séð hversu forfallið fólk getur orðið. Ég á þrjá mjög góða vini sem reyktu öll talsvert en eru hætt í dag, og þau eru sammála um að það þýði ekki að trappa sig niður eða plástra á sér rassinn. Það verði bara að klippa á ósiðinn, feisa músíkina sem kaldur kjúlli í einhvern tíma og afeitra sig með hörku.
Flott hjá þér!
Jón Agnar Ólason, 1.10.2008 kl. 12:47
Ég man ekki eftir að hafa séð þig reykja í gamla daga Haukur
Til hamingju með afmælið!
Ágúst H Bjarnason, 1.10.2008 kl. 21:02