29.9.2008 | 10:20
Sterkir bankar fyrir helgi - Á hausnum eftir helgi
Ég er ekki hissa á því að einhver vandræði séu í efnahagskerfinu, verandi búinn að tuða þetta í langan tíma eins og sumir aðrir.
Hins vegar finnst mér eins og sumum enn öðrum ljótur háttur t.d. forsætisráðherra hvernig hann er vísvitandi að ljúga að fólki í viðtölum. Hann hélt því fram að alvanalegt væri að menn notuðu tímann um helgar til að ræða málin - yeah right! Fyrir helgina var forsætisráðherra tíðrætt um hvað íslensku bankarnir væru vel settir, eftir helgina er varpað út stærsta björgunarhring íslenskrar fjármálasögu. Við erum afar vel upplýst íslensk þjóð!
Hvernig getur hann búist við að vera tekinn trúanlegur eftir þetta? - Hann má nota þetta tækifæri til að velja það að þegja frekar en ljúga framvegis!
Nú er bara spurningin hvort Kaupþing og Landsbankinn þurfi ekki sömu fyrirgreiðslu? Þeir hafa jú verið nægilega líkir allir bankarnir til þess að hafa þess vegna sömu þarfir þegar á reynir. Ekki hefur samkeppnin þeirra á milli svo áberandi eða hvað?
Sé tekið mið af höfðatölu þá eru íslendingar nú búnir að ráðstafa um það bil 120% þeirrar upphæðar sem bandaríska ríkið er tilbúið að setja í sínar aðgerðir til að bjarga fjármálakerfinu þar.
Við erum samt líklega bara rétt að byrja darraðardansinn.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ef horft er á hegðunarmynstur bankanna, aðallega KB og Glitnis þá má sjá að á meðan Glitnir skrúfaði fyrir allt sem heitir lánveitingar í nánast öllu formi þá hafði KB ennþá bolmagn til að lána á fullu, og þá meðal annars í erlendri mynt. Það finnst mér benda til talsvert mismunandi stöðu á lausafé, KB í hag.
Það er ekki málið að Glitnir standi illa, heldur var hann að stefna í það á þann máta að skammtímalánin sem hann tók til að fjármagna langtíma húsnæðislán voru að falla á þá og vegna lausafjárskorts í heiminum þá var þeim illmögulegt að endurfjármagna = hætta á gjaldþroti.
En ég er svo sem bara lítill tölvudörd í stórum heimi, hvað veit ég ;) Geir er með þetta allt "under control"!
Ellert Júlíusson, 29.9.2008 kl. 10:55
Kaupþing er að sverja stöðu Glitnis af sér. Vonandi að ekki þurfi að koma til björgunaraðgerða á þeim bæ. Það minnkar áhyggjurnar okkar. Hins vegar er ég ósammála þér um Geir, hann þarf ekkert að ljúga. Það er bara ómerkileg hegðun.
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 11:49
Nei, ég sé að ég var frekar að andmæla Ellerti með að Geir hefði stjórn á öllu. Hann var sannarlega að ljúga að fréttamönnum í gærkvöldi. Hann þurfti þess ekki með.
Mér finnst fulllangt gengið að kalla alla stjórnmálamenn "atvinnulygara á launum samfélagsins", Ólafur. Það er bara barnaleg alhæfing, fyrirgefðu orðbragðið. Ertu svona reiður?
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 13:15
Jú, ég er bálreiður líka, þú þarft ekki að skoða marga pistla hér til að sjá það. Búinn að skrifa rúmlega 700 pistla síðan í desember 2007 mest af því er nöldur um pólitík, spillingu, sjálftöku, græðgi, fíflsku, þjófnað, vanhirðu, óhemjugang og jú neim it.
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 16:56
Desember 2006 átti það að vera.
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 16:57
Ég er sammála þér með Jóhönnu, hún hefur alltaf gert sitt besta og meira en það. Hún hefur oft þurft að berjast við samverkamenn sína um hlutina. Það eru líka til vel meinandi stjórnmálamenn sem eru bara því marki brenndir að hafa látið kúga sig til algerrar leiðtogahlýðni sem gerir þá jafnslæma og þá sem leiða.
Vilmundur heitinn Gylfason fór í pólitík vegna ástríðu frekar en persónulegra væntinga. Honum entist ekki aldur, heilsa né gæfa til að klára það sem hann byrjaði.
Af hverju í fjáranum heldurðu að ég sé eyland í pólitík?
Ég geng sjálfur með stjórnmálaflokk í maganum, en fæ lítinn stuðning. Trúlega get ég kennt um mínum eigin barnalegu alhæfingum og róttækni í sumum málum sem skúrar eiginlega af mér mögulegt fylgi fljótar en ég get sagt "Halló!"
Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 17:26
Darraðadansinn - miðað við gengið núna ætti Ríkið að hafa grætt talsverða slummu ef þeir selja - og ef einhver vill kaupa.
Munið svo strákar að hver er sinnar gæfu o.s. frv.
Ingvar Valgeirsson, 30.9.2008 kl. 21:09