Milljarðasukk OR í gæluverkefnum vegur þyngst

Við erum mörg sem teljum að það sé mjög eðlileg og sjálfsögð krafa að hitaveita lækki í raunverði. Ef það væri ekki værum við ekki að njóta þeirra fyrirhyggju og framsýni sem hitaveitan hefur reynst vera sem eitthvert besta mál sem nokkurt sveitarfélag hefur ráðist í í víðri veröld og þótt víðar væri leitað!

Það eru einfaldlega of margir milljarðarnir sem hafa farið í rugl hjá OR eins og Línu net ævintýrið, fjárfestingar í REI, risarækjueldi, kaup á óþarfa landrými undir t.d. frístundabyggð, sameining við pínulitlar og óhagkvæmar veitur úti á landi, bygging rándýrrar höfustöðvar og eflaust eitthvað fleira sem mér trúlega dytti í hug ef ég rannsakaði málið betur en að grufla þetta spontant úr hausnum á mér.

Mín skoðun er sú að einkavæðing þessa fyrirtækis var gerð beinlínis með það fyrir augum að ekki þyrfti að svara fyrir ofangreinda óráðsíu of mikið fyrir framan pólitíkst kjörna fulltrúa sem nú um stundir er nánast óvirkur og ónýtur hópur því miður.

Með þessari hækkun sýnir framkvæmdastjórn OR almenningi að þeim komi núverandi og verðandi efnahagsástand ekkert við, þeir haldi sínu striki óháð öðrum þáttum í þessu samfélagi.


mbl.is OR vantar meira fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið nokkuð llóst, eins og dæmin sanna, að lélegasta vinnuafl sem við þekkjum er: Pólitískt ráðnir stjórnarmenn fyrirtækja og stofnana.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:48

2 identicon

Já einkavæðum endilega OR. Það hefur gefist svo vel með síman og bankana.

Fólk sem vill einkavæða einokunarfyrirtæki eru ekki með öllum mjalla. 

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband