Er hún menntamálaráðherra eða yfirborguð ríkisklappstýra?

Ég hef áður sagt að Þorgerður Katrín hafi forherst í því að verja það að hún hlaupi um eins og krakki í kringum íþróttafólk þegar hún á að vera í vinnunni sinni í tvöföldu hlutverki sem menntamálaráðherra og líka sem vara-forsætisráherra á þessum erfiðu tímum. Geir Haarde er að leika sér í Bandaríkjunum í Öryggisráðsframboðsbröltinu með Sollu.

Á meðan er Björn Bjarnason skilinn eftir til að vera vara-vara-forsætisráðherra samtímis því að hann er í stríði við starfsmenn undirstofnunar ráðuneytisins sem í þessu tilviki eru fyrirmyndar gæslumenn laga og réttar.

Ræstitæknar hafa ekki þetta ferðafrelsi og þeirra skyldur mega ekki falla niður þrátt fyrir að hafa aðeins brotabrot af launum manneskju sem er á ágætum launum þingmanns, enn betri launum ráðherra og fær auk þess dagpeningasporslur að auki fyrir það eitt að fara valhoppandi eins og stelpugopi til útlanda að leika sér!

Hefði ég slysast til að kjósa íhaldið síðast eins og ég hafði gert fram að því, myndi ég skammast mín enn meira fyrir þetta fólk en ég geri núna. 

Á meðan almúginn á að sætta sig við að taka á sig kreppuna með því að herða sultarólina, sætta sig við stórlega skert kjör, stórkostlega hækkun skulda og vaxandi atvinnuleysi og sýna jákvæðni... þá sýna dekurrófurnar sitt rétta andlit! 


mbl.is Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð spurning

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir hvert orð hjá þér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.9.2008 kl. 13:34

3 identicon

Já svo erum við líka með tvær yfirborgaðar ríkisklappstýrur og húlligan par excellance búsettar á Álftanesi - er ekki hægt að senda þær líka?

Grétar (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:38

4 identicon

Plís viljiði hætt þessu endemis væli!!!

Er ekki í lagi að stelpurnar í fótboltanum fái stuðning. Ég verð nú bara að segja að mér finnst skattpeningunum vel varið í stuðning sem þennann. Fótboltastelpurnar eru þvílíkt góð fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina á Íslandi og það er virkilega þess virði að ráðherra íþróttamála fari með þeim og styðji þær. Sama finnst mér eiga við um bæði stuðning Þorgerðar Katrínar og Jóhönnu við okkar frábæra íþróttafólk á ólimpíuleikunum í Kína. Það er að mínu mati góð fjárfesting að styðja við íþróttafólk sem hefur sýnt þetta frábæra þrekvirki að ná svona langt í íþróttum. Stuðningur við þetta fólk er hvatning fyrir ungu kynslóðina að stunda íþróttir og hollt líferni. Það mun skila sér í bættri heilsu þjóðarinnar og sparnaði í heilbrigðiskerfinu og félagsmálakerfinu. Ekki gleyma að forvarnir eru góð fjárfesting.

Hanna (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það þykir svo sjálfsagt Grétar að þau séu í útlöndum að það er ekki einu sinni rætt lengur.

Haukur Nikulásson, 25.9.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hanna, af hverju sendirðu bara ekki afganginn af ríkisstjórninni til Frakklands, stundum virðast þau ekki hafa neitt þarfara að gera að þínu mati?

Gerðu þér grein fyrir því bruðl ráðherrans hefur engin áhrif á landsliðið eða virðingu okkar fyrir þeirra árangri. Hún er óþarfur kostnaðarliður fyrir samfélagið í þessu sambandi. 

Haukur Nikulásson, 25.9.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég snýst á sveif með Hönnu óskráðu #4

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorglegt hjá henni Þorgerði að kunna sér ekki hófs og sama hjá Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúni - vera flottur út á við

Jón Snæbjörnsson, 25.9.2008 kl. 13:53

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fylgir þessu nokkur svimi Gunnar?

Haukur Nikulásson, 25.9.2008 kl. 13:54

10 identicon

Hey mig langar kannski stundum að kíkja og styðja okkar landlið líka en nei ekki hægt lánin hækka svo hratt að það er ekki séns og alveg burtséð frá stuðningi við stelpurnar sem er alveg mjög góður þá snýst þetta ekki um stuðning við stelpurnar því heldur vildi ég sjá þáþeannan pening fara beint til stelpnana. Þetta snýst um djúpa vasa sjóðs er við ríkis er kenndur og margar hendur á kafi í þeim sjóð í tíma og ótíma á meðan allt er til helvítis að fara. Svo Hanna og Gunnar getið snúist á sveifinni til.......

Símon (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:49

11 Smámynd: Sigurjón

Hanna: Gesundheit macth frei!  Að þessi blessaða barbídúkka geti ekki drullast til að bera þá ábyrgð sem hún var kosin til er eitt.  En að það sé alltaf endalaust hægt að mylja undir íþróttaspassa meðan menntakerfið er fjársvelt er allt annað og verra!  Meðan skólakerfið þarf að búa við tiltölulega lítið fé, er hægt að dæla peningum í íþróttafélög.  Getur einhver nefnt mér eina íþróttamanneskju sem hefur beinlínis gert líf mannkynsins betra með árangri í sinni íþrótt?  Ég get nefnt fullt af fólki sem hefur gert mannkyni mikið gott með árangri í sínum vísindum...

Far þú og vældu á íþróttakappleikjum, en ekki segja okkur að við séum væluskjóður að vilja að ráðherra MENNTAMÁLA og varaforsætisráðherra vinni vinnuna sína, sérstaklega á tímum efnahaxþrenginga.

Til fjandans með þessar fjárans íþróttir svo!

Sigurjón, 27.9.2008 kl. 15:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband