Hversu lengi á að ljúga því að við ráðum ekki hvað við notum sem gjaldmiðil?

Ég fæ alltaf landráðafílíng þegar ESB-sinnarnir hefja röksemdarfærslur fyrir því að ganga erlendu valdi á hönd eins og það hét í gamla daga. Frá árinu 1262 til 1944 var Ísland á forræði erlends valds.

Frá 1944 til þessa dags hefur Ísland náð því að verða best í heimi á flestum sviðum þjóðlífs og það án þess að tapa sjálfstæðinu. Mér stendur stuggur af þeim aumingjagangi sem borinn er á borð í tímabundnum vandræðum og þeim hugmyndum að hlaupa með allt vald til Brussel vegna þess að við séum svo miklir aumingjar að við getum ekki stjórnað okkur sjálfir! - Þetta er setningin sem ég heyri mjög víða og er alveg drepergileg.

Ég skal alveg taka undir að EES samingurinn var jákvætt skref í frjálsræðisátt í viðskiptum. En þarna liggur stóri munurinn. Það er samningur en ekki innlimun eða innganga í ríkjasamband með tilheyrandi sjálfstæðisafsali.

Það liggur í hlutarins eðli að stjórnendur vilja stækka sambandið með aðild Íslands enda er hér risastórt landrými, risastórt hafsvæði og örfáar hræður sem beygja þarf undir vilja meirihluta Evrópu. Úlfurinn lofar öllu fögru til að fá bitann sinn. Hversu heimskur getur  meirihluti þessarar þjóðar orðið. Vill fólk ekkert læra af sögunni sem aftur og aftur fer í hring?

Enn og aftur vara ég við því að fólk trúi því að við ráðum ekki upp á okkar einsdæmi hvaða gjaldmiðil við notum. Gjaldmiðill er bara eins og hver önnur verðmæti í umferð sem verða ekki heft af neinu stjórnbatteríi eins og úlfunum í Brussel.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Rólegur Haukur.. við erum ekki best  í neinu nema sjálfumgleði ;)

Óskar Þorkelsson, 22.9.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: ESB

Innganga Íslands í ESB er algjör forsenda fyrir öllu blómlegu lífi hér á þessu kalda skeri.  Með inngöngu fáum við grænna gras, bragðbetra lambakjöt, léttklæddari stelpur, meiri sól og skemmtilegri tengdamæður.  Íslenskt efnahagslíf mun einnig njóta góðs af í formi evrunnar og styrkja handa námsmönnum.

Þá munu gamlir stjórnmálamenn t.d. Finnur Ingólfsson fá endurnýjuð tækifæri til að gera land og þjóð gagn á Evrópuþinginu.  Þar verða öll lög rædd fram og til baka áður en þau verða send í nefndir sem munu í framhaldinu beina fyrirspurnum til framkvæmdastjórnarinnar.

Í ljósi þess hvað Davíð Oddsson er vondur seðlabankastjóri og Ingibjörg Sólrún lítið heima getum við alveg losað okkur við þau, lagt þing og þjóð niður og gengist ESB á hönd.  Er ekki betra að láta útlendinga níðast á okkur en nágranna og vini?

ESB, 22.9.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sjálfstraustið er nauðsynlegt Óskar, hvernig gengi pílan öðruvísi?

ESB sjálfur talar við mig! Nú er ég bara starstruck í orðsins fyllstu. Geturðu svarið þetta með bragðbetra lambakjötið? 

Haukur Nikulásson, 22.9.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: ESB

Grænna gras = betra lambakjöt, alveg satt.

ESB, 22.9.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Annars er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband