Það er svona móðursýki sem býr til trúarbrögð

Mér sýnist vera færð fyrir því góð rök að Halldór eigi ekkert í þessum vísum. Og finnst það reyndar leiðinlegt fyrir skólabróður minn Halldór Guðmundsson, sem er með fróðari mönnum sem maður kynnist, að gera þau mistök að bera þetta fram svona. Halldóri er vorkunn því hann hefur gert sig að sérfræðingi í málum skáldsins. Hins vegar er það blaðamaður mbl.is sem tekur allan vafan af Halldóri og breytir þessu í stórfrétt um fyrstu verk skáldsins.

Manni verður nánast orðfall þegar maður sér þá kjánalegu og barnslegu lotningu sem sumir sýna Nóbelskáldinu að maður gæti ímyndað sér að nú eigi hreinlega að búa til ný trúarbrögð svo sterk eru viðbrögðin. Þrymur Sveinsson fellur djúpt í þá gryfju í athugasemd sinni.

Manni rennur í grun að trúarbrögð heimsins verði flest til með svona móðursýkislegri upphafningu einstaklinga sem kannski gerðu eitthvað svolítið merkilegt en er síðan blásið upp út í tóma vitleysu af hópi einfeldninga.

Ég fullyrði það að fæstar vísur sem settar voru í minningabækur fyrr á árum voru frumortar. Það vita næstum allir sem eru komnir til einhvers vits og ára. 


mbl.is Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Halldór Guðmundssom var með þann fyrirvara að kannski væru þetta alþýðuvísur, EF þær væru það ekki væru þær eftir Halldór.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er eiginlega viss um það, Sigurður, að Halldóri hafi ekki verið sérlega skemmt yfir frágangi blaðamannsins. Og enn síður þegar upplýsingarnar eru síðan jafn auðfundnar og raun ber vitni.

Haukur Nikulásson, 22.9.2008 kl. 11:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband