Bæjarráð Akureyrar heimtar betri þjónustu hjá borginni en borgarbúar fá sjálfir!

Mér stóð eiginlega ekki á sama frekar en margir aðrir landsmenn þegar bæjarráð Akureyrar samþykkti á sínum tíma að banna ungu fólki á aldrinum 18-23 að tjalda innan bæjarmarkanna ákveðna helgi fyrir rúmu ári. Fannst mér, og mörgum öðrum, það veruleg forræðishyggja og dómgreindarleysi.

Ályktun bæjarráðs frá því í gær fær mig til að halda að þessi mannskapur sé ekki með öllum mjalla samanber þessa ályktun:

"Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar."

Í þessari ályktun er þess beinlínis krafist að Akureyringar og annað landsbyggðarfólk fái betri aðgang að miðborg Reykjavíkur heldur en allflestir borgarbúa sjálfir. Hvað mega þá íbúar í Grafarvogi, Breiðholt, Kjós og fleiri hverfum segja?

Er bæjarráð Akureyrar að kafna úr frekju, afskiptasemi og yfirgangi? 

Þeim myndi bregða ef við borgarbúar færum að skipta okkur af því hvar þeir setja niður stoppistöðvar fyrir sínar samgöngur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Reykjavík er nú einu sinni höfuðborg Íslands og verður að taka það hlutverk alvarlega.

Ágúst H Bjarnason, 5.9.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það þýðir samt ekki Gústi að við ráðum því ekki hvar við höfum flugvöllinn.

Á breyttum tímum verður að viðurkennast að hinn almenni borgari þarf aldrei að heimsækja miðborg Reykjavíkur frekar en hann vill þó hann þurfi einhverja þjónustu. Það er löngu liðin tíð sem gleymist í öllum æsingnum yfir þessu blessaða flugvallarmáli. Næstum allt er framkvæmt rafrænt nú til dags.

Haukur Nikulásson, 5.9.2008 kl. 13:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband