Svíarnir hættir að skammast sín fyrir tapið gegn Íslandi

Ég er sannfærður um að Spánverjar hafi klikkað illilega á að skoða íslenska liðið fyrir leikinn og hreint ekki áttað sig á því að það er bara mjög góð breidd í íslenska liðinu, þrátt fyrir að þeir hafi tekið Ólaf úr umferð nánast allan leikinn. Það voru þeirra mistök. Lið sem fer í undanúrslit gerir það ekki á einum manni heldur heilu liði.

Það er líka athyglisvert að vinna með svona stórum mun þegar við klikkum á öllum þessum dauðafærum og þrátt fyrir frábæra markvörslu Björgvins þá vörðu spánverjar meira. Þetta er jú það skemmtilega við íþróttirnar, element hins óvænta. 

Það hlýtur flestum að vera ljóst að við eigum orðið fleiri en einn leikmann sem fara inn í hvaða lið í heiminum sem er: Auk Ólafs eru Guðjón, Snorri og Alexandir gjaldgengir sem fyrstu menn í hvaða lið sem er. Svo koma menn eins og Logi, Róbert og Björgvin að toppa með þeim á réttum tíma til að skapa þennan árangur. Varnarvinna þeirra Sigfúsar, Sverre og Ingimundar var algerlega frábær, þeir átu sitt lið í kvöldmat! Nú mega bara Arnór og Ásgeir vera í brjáluðu stuði í úrslitaleiknum og þá hefst þetta.

Nú eru allt opið og það lið vinnur úrslitaleikinn sem langar meira til þess. Svo einfalt er það.

Til hamingju við öll. 

P.S.

Þetta er tekið úr www.aftonbladet.se:

Island kan ta historiskt guld

    Det sågs som en liten överraskning när Island slog ut Sverige i kvalet till OS. Det är därmed en rejäl skräll att samma isländska handbollsherrar nått OS-finalen.

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband