Þulir RÚV úr hófi dónalegir og hlutdrægir

Líklega átti það að vera bara létt æfing að vinna azerana en þeir veittu verðuga keppni. Íslendingar sýndu aldrei nokkurn baráttuvilja eins og þegar leikið er gegn "sterkari" þjóðum.

Aldrei fyrr hefur mér þótt þulir RÚV vera jafn dónalegir og úr hófi hlutdrægir eins og nú.

T.d. kölluðu þeir leikmann azera nr. 16 "leikara dagsins" og var þá búið að fella hann í tvígang eftir að hann lék á íslensku varnarmennina. Fyrst tekinn niður með hnénu af einum og beinlínis stiginn niður af þeim næsta. Í annað þessara skipta fékk okkar maður verðskuldað gult spjald. Sá sami mátti þakka fyrir að fara ekki útaf með rautt síðar í leiknum. 

Mér er næst að halda að þeir Valtýr Björn og Willum Þór hafi látið árángurslítinn leik íslenska liðsins fara í taugarnar á sér með þessum sérstaka hætti.

Kurteisi við gestina okkar kostar ekki neitt. Við stækkum sjálfir ekkert við það að tala niður til þeirra.


mbl.is Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef sjaldan haft gaman af því að horfa á Íslenska landsliðið í fótbolta því miður...............

Res (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

"Af hverju ertu alltaf sínöldrandi út af pólitík? - Áttu ekkert líf?"

Sigurður Þorsteinsson, 20.8.2008 kl. 23:15

3 identicon

Willum fær þó prik fyrir kunnáttu í landafræði þegar hann var að halda því fram að Makedónía og Aserbaídsjan séu staðsett á svipuðum slóðum.   Ég held að það sé styttra fyrir Azera að fara til Pakistan eða Afgnanistan heldur en til Makedóníu:)

Lalli (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, hvað ertu að reyna að segja mér eða öðrum sem ekki er hér á síðunni fyrir?

Miðað við lesninguna á þinni síðu virðast helst ummæli mín um þulina fara eitthvað fyrir brjóstið á þér. Þetta er bara mín skoðun - Get over it!

Haukur Nikulásson, 21.8.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég gat ekki betur séð að "leikari dagsins"  væri hvort eð er alltaf að detta. Var þá ekki alveg eins gott að sparka í hann og gefa honum raunverulega ástæðu til að detta.

Hann myndi detta hvort eð er...

Júlíus Sigurþórsson, 21.8.2008 kl. 13:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband