Af hverju rekum við tvö stjórnsýslustig?

Oft verður mér hugsað til þess hversu mikill tími, fé og fyrirhöfn fer í togstreitu á milli ríkis og sveitarfélaga.

Það virðist vera hægt að gera deilumál úr öllu ef andstæðir stjórnmálaflokkar ráða annars vegar í ríkisstjórn og síðan hins vegar í sveitarstjórn. Það þarf jafnvel ekki flokkslega andstæðinga heldur ef í það er farið.

Ísland er fámennt land og hér búa 310.000 manns. Þetta er mannfjöldi á við hluta t.d. Kaupmannahafnar í Danmörku.

Ég tel að það eigi að huga að því að sameina stjórnsýslustigin í eitt. Einhverjum kann að þykja þetta eitthvað flókið, en það er það ekki. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hægt er að spara í rekstri, ekki síst ef landið yrði samhliða þessu eitt kjördæmi sem myndi þá líka þýða að hætt yrði við sum óheyrilega vitlaus milljarðaverkefni eins og t.a.m. Héðinsfjarðargöng svo lítið dæmi sé tekið.

Ég velti því líka fyrir mér til hvers er sumt fólk í stjórnmálum? Til að maka eigin krók eða vinna að framförum og auknu réttlæti í samfélaginu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Mig grunar að flestir séu í stjórnmálum til að mata krókinn.  Stjórnmálamenn eru yfir höfuð stjórnsamir og ráðríkir.

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 04:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband